Litlu ólympíleikunum lokið

Íþróttakennarar skólans standa fyrir svokölluðum litlu ólympíuleikum til að efla hreysti og að taka þátt í keppnisgreinum fyrir framan áhorfendur. Það má segja að verkefnið sé liður í að efla sjálfstraust og styrkja hvern nemanda, læra að gera mistök og etja kappi við sjálfan sig og aðra.
Lesa meira

Íslensk(t)-ar í öndvegi

Í liðinni viku voru þemadagar í skólanum með áherslu á allskonar íslenskt. Nemendum var skipt í tvennt; annarsvegar nemendur í fyrsta til fimmta bekk og sjötta til tíunda bekk hinsvegar. Kennarar undirbjuggu fjölbreyttar stöðvar og nemendur gátu ýmist valið sér viðfangsefni út frá áhuga eða fóru í hringekju.
Lesa meira

Góðar gjafir til skólans

Það er mikilvægt fyrir skólann að eiga góða velunnara. En nýlega styrkti Íslandsbanki skólann um kaup á tækni-legói að upphæð 350 þúsund krónur sem skiptist á tvö ár. Sömuleiðis komu Sóroptimistakonur færandi hendi með 50 þúsund krónur sem ætlaðar eru til að styðja við nám fatlaðra nemenda. Við færum þeim okkar bestu þakkir.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp áfimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Viltu kenna textíl?

Laust er til umsóknar 80% starf textílkennara. Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með börnum, búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Réttindi til kennslu eru nauðsynleg og reynsla af kennslu er æskileg.
Lesa meira

Leirsniglaráðstefna

Nemendur skólans hanna, smíða og skapa alls konar. Í myndmennt vinna nemendur gjarnan með leir enda leirbrennsluofn í skólanum. Nemendur búa til hvers kona nytja hluti, skrautmuni o.fl. úr leir.
Lesa meira

Borgarhólsskóli í Skólahreysti

Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Lesa meira

Páskafrí, gleðilega páskahátíð

Nú halda nemendur og starfsmenn glaðir og ánægðir inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla heldur áfram þriðjudaginn 3. apríl næstkomandi.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá Menntamálastofnun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út eftirfarandi tilkynningu um samræmd könnunarpróf. Menntamálastofnun vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna nemenda sem þreyttu próf í síðustu viku. Stofnunin mun leita eftir samráði við hagaðila um hvernig staðið verði að nýrri fyrirlögn könnunarprófa í íslensku og ensku. Í framhaldinu verður tilkynnt hvenær ný próf verða lögð fyrir.
Lesa meira

Fokk me - Fokk you

Nemendur sjöunda til tíunda bekkjar fengu fræðslu í morgun frá verkefninu Fokk me-Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.
Lesa meira