Göngu- & útivistardagur

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Lesa meira

Bernd og brúðurnar

Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fengu skemmtilega heimsókn í skólann. Þeir fóru á brúðuleikhússýningu frá Bernd Ogrodnik. Sömuleiðis komu elstu nemendur Grænuvalla í heimsókn í skólann til að fara á sýninguna. En það er Þjóðleikhúsið sem býður nemendum upp á þessa sýningu sem fangaði athygli allra gesta, bæði bæði nemenda og kennara.
Lesa meira

LÚS Í SKÓLANUM

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur.
Lesa meira

Útivistartími barna

Tvívegis á hverju ári breytast reglur um útivistartíma barna. Að vori og hausti. En fyrsta september síðastliðinn styttist útivistartími um tvær klukkustundir. Þau aldursmörk sem getið er um í reglunum miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag, því gilda sömu reglur um fyrir öll börn í sama árgangi.
Lesa meira

Skylduvalgreinar nemenda

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám.
Lesa meira

Upphaf skólaársins

Það er komið að tímamótum með vonum og væntingum. Skólastarfið að hefjast. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri bauð nemendur, foreldra og starfsfólk velkomið til starfa í dag. Sérstaklega nýja nemendur og foreldra við skólann og þá sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta bekk.
Lesa meira

Skólabyrjun og skóladagatal

Við bjóðum nemendur og foreldra velkomna til starfa á nýju skólaári. Sérstaklega bjóðum við nýja nemendur og foreldra velkomna í Borgarhólsskóla. Skólinn hefst með setningu miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að athöfnin fari fram fyrir framan skólann að vestanverðu. Kennsla hefst fimmtudaginn 23. ágúst samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Skólalok

Skólaárinu 2017 - 2018 er formlega lokið. Nemendur og flest starfsfólk komið í sumarfrí. Starfsfólk mætir aftur til vinnu þann 15. ágúst næstkomandi og upphaf skólaársins 22. þess mánaðar með setningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn þann 23. þess mánaðar.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs

Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2018 og 2019 liggur fyrir og öllum aðgengilegt. Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið og bendum sérstaklega á að laugardagurinn 1.desember er skóladagur og skólaárinu lýkur í lok maí.
Lesa meira

Á sjó

Eitt af verkefnum hvers árs er Hvalaskólinn. Nemendur í fimmta bekk stunduðu nám um hvali, lífríki hafsins o.fl. Unnið var með söguna um Moby Dick og gerð verkefni í tengslum við hana. Nemendur gerðu stóra mósaíkmynd af þessum sögufræga búrhval sem má sjá á Hvalasafninu á Húsavík. Skólinn samþættir ólík viðfangsefni í þessu verkefni s.s. listir, íslensku, samvinnu og útiveru.
Lesa meira