15.11.2024
Heimsálfurnar eru eins og stór púsl sem mynda Jörðina. Hver heimsálfa er eins og lítið ríki í samfélagi þjóða þar sem ægir saman fjölbreyttri menningu, náttúru og sögu. Þrátt fyrir það hefur hver heimsálfa sína sérstöðu, tákn og ímynd.
Lesa meira
12.11.2024
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun innan Menntavísindasviðs Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Niðurstöður eru birtar í mælaborði um farsæld barna, sem mennta- og barnamálaráðuneyti birti á haustmánuðum 2023.
Lesa meira
09.11.2024
Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður samveru, vináttu og gleði. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.
Lesa meira
04.11.2024
Borgarhólsskóli og Leikskólinn Grænuvellir vinna nú saman að þróunarverkefni sem ber nafnið Lítil skref á leið til læsis. Verkefnið er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og er sá styrkur liður í að innleiða aðgerð tvö í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 um aukna skólaþróun um allt land.
Lesa meira
22.10.2024
Það er mikilvægt að fagna þegar vel er gert, bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Það stuðlar að jákvæðri þróun og vexti á mörgum sviðum. Nýlega fór fram Íslandsmótið í Crossfit í Reykjavík þar sem Húsvíkingar áttu fulltrúa. Ísland tók þátt í NEVZA mótinu sem er haldið í Ikast í Danmörku. Þar etja Norðurlandaþjóðirnar og England kappi í blaki.
Lesa meira
18.10.2024
Nemendur sjötta bekkjar voru að fræðast um lífsferil plantna, sveppi og fléttur og náttúru Íslands. Unnin voru verkefni því tengdu, orðaforðinn efldur og nýttu náttúruna til að skapa hverskonar listaverk úr því sem má finna úti í náttúrunni, laufblöð, greinar eða hverskonar gróður. Samhliða þessu fylgjast nemendur með plöntu vaxa frá fræi til fullvaxta plöntu.
Lesa meira
16.10.2024
Sterkustu bandamenn skóla eru foreldrar. Aðalfundur foreldrafélags skólans fór fram í gær. Stjórn félagins kynnti starfsemi þess, rætt var um leiðir til að efla foreldrasamfélagið og leiðir til að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.
Lesa meira
10.10.2024
Það er löng hefð fyrir salarskemmtunum í Borgarhólsskóla. Nemendur skipuleggja skemmtun fyrir samnemendur og aðstandendur. Markmið með þessum skemmtunum er m.a. að auka sjálfstraust og öðlast færni í að koma fram fyrir áhorfenur. Sömuleiðis að æfa félagsfærni og stuðla að sköpunargáfu. Fyrir utan hið augljósa að nemendur njóti þess að skemmta sér og öðrum. Skemmtun er grunnþáttur í lífinu sem stuðlar að andlegu heilsu og vellíðan.
Lesa meira
24.09.2024
Yfir hvaða hæfni og færniþáttum þarf einstaklingur að búa? Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um lykilhæfni. Henni er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og tengjast öllum námssviðum. Lykilhæfni snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mati á eigin námi.
Lesa meira
20.09.2024
Við kynnum með gleði og stolti árangur okkar í lestrarátaki liðinnar viku. Markmið okkar var að lesa meira en 2500 blaðsíður en niðurstaðan var langt umfram væntingar, um 210% bæting frá fyrra árið eða 7117 blaðsíður sem nemendur og starfsfólk lásu á bókasafninu okkar.
Lesa meira