Fótskemlar smíðaðir fyrir skólann

Á hverju hausti hafa iðjuþjálfar skólans farið í bekki þar sem kennara hafa óskað eftir aðstoð við að stilla borð eftir þörfum hvers nemanda. Á síðustu árum hefur reyndar oft komið í ljós að stólar passa ekki nægilega vel við barnið sem á að sitja á þeim.
Lesa meira

Nýr húsvörður

Við bjóðum velkominn til starfa nýjan húsvörð Hilmar D. Björgvinsson en hann mun gegna starfinu í fjarveru Einars Friðbergssonar til vors.
Lesa meira

Námsmat og annaskil

Við viljum minna foreldra á frammistöðumatið inn á Mentor. Það er mikilvægur þáttur matsins að allir taki þátt. Þá getur þátttaka í námsmatinu verið tækifæri fyrir foreldra og nemendur að ræða námið, frammistöðu, metnað og fleira.
Lesa meira

Öskudagur

Öskudagsgleðin var mikil í skólanum og léku allir við hvern sinn fingur.
Lesa meira

Öskudagur

Kennt er skv. stundaskrá allra bekkja til klukkan 12.00 þennan dag. Nemendur borða áður en skóla lýkur. Við hvetjum alla til að mæta í búning og hafa gaman af. Frístundaheimilið Tún opnar kl. 12.00 fyrir þá nemendur sem þar eiga að vera. Þá minnum við á Öskudagsdagskránna í Íþróttahöllinni. Vetrarfrí hefst kl. 12.00 sama dag. Nemendur mega svo mæta í skólann að nýju mánudaginn 10.mars skv. stundaskrá.
Lesa meira

Enginn titill

Ég er ekki svo skynsamur, ég gefst bara ekki upp. (Albert Einstein)
Lesa meira

Enginn titill

Sá er flytur fjall byrjar að bera steinvölur.(Kínverskt)
Lesa meira

Enginn titill

Mesti árangurinn byggist ekki á því að mistakast aldrei, heldur á því að gefast aldrei upp. (Nelson Mandela)
Lesa meira

Bleikur dagur

Á mánudaginn, 24. febrúar, verður bleikur dagur í Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Þingdagur-símenntun

Í dag hafa um 130 starfsmenn leik- og grunnskóla á skólaþjónustusvæði Norðurþings setið við endurmenntun í Borgarhólsskóla. Dagurinn hófst með fyrirlestri Jón Baldvins Hannessonar um lykilhæfni og nýja Aðalnámskrá. Nýtt mötuneyti sá öllum fyrir veislumat í hádegishléi og að því loknu tóku við málstofur og var um margt fróðlegt að velja s.s. Útikennslu í leikskóla, Jákvæðan aga, Björgunarsveitarval, Nýsköpun og Samskipti við börn. Að lokum hélt Kristján Már sálfræðingur fyrirlestur um Streitu og álag og streitustjórnun. Nemendur í útskriftarárgangi FSH sáu um að nóg væri til af kaffi og með því i öllum hléum og stóðu vaktina með stakri prýði.
Lesa meira