Fréttir

Standa saman í hlutverki verndarans

Í dag, 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti líkt og ár hvert. Í ár klæddust nemendur grænu með vísan í græna karlinn en hann er verndari í Eineltishring Olweusar. Hann stígur upp og mótmælir einelti og stendur með þeim sem eru lagðir í einelti.
Lesa meira

Nemendur með íslensku sem annað tungumál

Í skólanum er einn af hverjum ellefu nemendum með íslensku sem annað tungumál eða á heimili þeirra talað annað tungumál en íslenska. Hulda Karen Daníelsdóttir sérfræðingur hjá Menntamálastofnun í íslensku sem annað tungumál var í heimsókn í skólanum í dag. Foreldrum þessara barna bauðst að hitta hana bæði sameiginlega og í einkaviðtölum og voru foreldrar duglegir að nýta sér þessa þjónustu.
Lesa meira

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa

Nemendur bæði fjórða og sjöunda bekkjar fengu í dag afhendar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn, betra viðmið er að horfa á raðeinkunn nemenda. Raðeinkunn segir til um hvar nemandinn er staddur miðað við þá sem þreyttu prófið. Mörg atriði sem nemendur hafa hæfni til, eru ekki metin í prófunum. Sköpun, frumkvæði, gagnrýnin hugsuna, félagshæfni, þrautseigju, samvinnu o.fl. eru þættir sem samræmd könnunarpróf mæla ekki. Það eru hins vegar allt þættir sem skipta miklu máli í daglegu lífi og eru stór hluti af Aðalnámskrá grunnskóla.
Lesa meira

Litlu jól & jólaleyfi

Nemendur koma saman, eiga notalega stund, syngja og dansa kringum jólatré skólans. Mismunandi tímasetningar hjá árgöngum. Að loknum Litlu jólum halda nemendur og starfsfólk í jólaleyfi. Athugið að tímasetningar er mismunandi eftir teymum.
Lesa meira

Verkstæðisdagur

Nemendur, foreldrar, afar og ömmur, gestir og gangandi býðst að föndra hvers konar jóladót. Kaffihús í sal skólans sem liður í fjáröflun nemenda 10. bekkjar. Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur halda litla tónleika víða um skólann.
Lesa meira

Fullveldishátíð

Fullveldishátíð í skólanum þar sem foreldrar eru hvattir til þátttöku í þessum degi.
Lesa meira

Mæður mæta í 92% samtala

Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Það er ljóst að mæður mæta einar í meirihluta viðtala samkvæmt skráningu nú í haust. Báðir foreldrar mæta í rúmlega eitt af hverjum þremur og í tæplega einu af hverjum tíu samtölum mæta feður einir. Mæður mæta í 92% samtala og feður í 45% þeirra.
Lesa meira

Skipulagsdagur

Skipulagsdagur starfsfólks. Nemendur í leyfi frá skóla.
Lesa meira

Breyting á skóladagatali

Skipulagasdagur sem vera átti mánudaginn 5. nóvember næstkomandi hefur verið færður til mánudagsins 26. nóvember síðar í mánuðinum. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Lesa meira

Gauragangur hjá tíunda bekk

Nýlega frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Gauragangur í Samkomuhúsinu á Húsavík við reglulega góðar undirtektir. Leikstjóri var Karen Erludóttir sem er nýútskrifuð úr leiklistanámi í Los Angeles. Höfundur verksins er Ólafur Haukur Símonarson. Verkið þekkja margir og það hefur víða verið sett upp. Leikfélag Húsavíkur setti verkið upp 1995 sömuleiðis við góðar undirtektir.
Lesa meira