14.02.2018
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 14. febrúar.
Lesa meira
13.02.2018
Á hverju skólaári mæta foreldrar ásamt börnum sínum í foreldraviðtal. Hugmyndin að baki foreldraviðtölum er sú að foreldrar og kennari eru teymi sem vinnur að velferð barnsins. Áhrif foreldra á nám og líðan barna eru ómumdeild og foreldraviðtöl og hvers konar samráðsfundir eiga að tryggja að allir foreldrar eigi hlutdeild í skólagöngu barna sinna.
Lesa meira
09.02.2018
Þorrablót áttunda bekkjar var haldið með pompi og prakt í gærkveldi, fimmtudagskvöld. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings.
Lesa meira
08.02.2018
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn 6. febrúar ár hvert. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu. Betra net byrjar hjá þér!
Lesa meira
07.02.2018
Nemendum finnst allajafna gaman að koma saman á sal til að syngja. Við breyttum út af vananum í dag. Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fór í heimsókn í Hvamm og héldu þar sinn söngsal undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Heimilisfólk tók nemendum fagnandi og kunni vel við sönginn enda stóðu þeir sig með sóma. Nemendur heilsuðu upp á ömmur og afa í leiðinni.
Lesa meira
02.02.2018
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
01.02.2018
Nemendum í skylduvaláfanganum heilbrigði og velferð á unglingastigi er gefinn kostur á að kynnast alls konar matarmenningu. Í dag var Þorrinn kynntur fyrir þeim og fór mestur hluti tímans í að smakka á þorramat af ýmsu tagi. Á boðstólnum voru einar tólf tegundir af þorramat; súr, kæstur, þurrkaður og nýr ásamt því að nemendur fengu eitt staup af mysu með.
Lesa meira
30.01.2018
Samgöngustofa og ADHD-samtökin tóku höndum saman og gáfu nemendum á Íslandi endurskinsmerki. Nemendur sjötta til tíunda bekkjar fengu slík merki að gjöf til að nota og vekja um leið athygli á málstaðnum.
Lesa meira
30.01.2018
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur. Tölvupóstur fór heim í dag vegna málsins.
Lesa meira
26.01.2018
Umræða um notkun samfélagsmiðla, netnotkun og skjáfíkn er mikil í samfélaginu. Nemendur í fjórða og fimmta bekk fengu fræðslu og áttu samtal um neteinelti í dag. Hvernig það birtist, hvernig hægt er að bregðast við, hvað er löglegt í notkun samfélagsmiðla og afleiðingar eineltis.
Lesa meira