02.11.2017
Laust fyrir hádegið í dag komst upp um alvarlega villu í aðgangsstýringu tölvukerfis Borgarhólsskóla. Trúnaðarupplýsingar sem geymdar eru á lokuðum drifum urðu aðgengilegar nemendum í gærmorgun, vegna mistaka tölvuþjónustufyrirækis við yfirfærslu gagna í svokallað ský.
Lesa meira
02.11.2017
Stjórn foreldrafélags skólans hefur verið óvirk um nokkurra ára skeið. Ný stjórn hefur verið skipuð sem er reglulega ánægjulegt. Nýja stjórn skipa þau Eysteinn Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Hreiðar Másson, Huld Hafliðadóttir, Katrín Laufdal, Katrín Ragnarsdóttir og Rakel Dögg Hafliðadóttir.
Skólinn hlakkar til samstarfsins og vonar að starf félagsins verði árangursríkt.
Lesa meira
25.10.2017
Vegna endurbóta á heimasíðu skólans verður hún hugsanlega óaðgengileg næstu daga. Framundan er vetrarfrí og vonumst við til að allir njóti þess í faðmi fjölskyldu og vina.
Lesa meira
18.10.2017
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú Eliza Reid heimsóttu skólann í gær en þau eru í opinberri heimsókn í Norðurþingi. Þau tóku þátt í söngsal með nemendum sem tóku ákaflega vel undir og sungu af hjartans list. Forsetahjónin fengu gjöf frá nemendum fyrsta bekkjar sem þeir afhentu hjónunum á söngsal.
Lesa meira
18.10.2017
Mikilvægt að bæði unglingar og foreldrar velti framhaldsnámi fyrir sér. En í vikunni bauðst nemendum tíunda bekkjar að heimsækja Framhaldsskólann á Húsavík. Nemendum var skipt í hópa og kíktu í kennslustundir.
Lesa meira
17.10.2017
Nemendur í öðrum og þriðja bekk eru að vinna með samsett orð og há- og lágstafi. Vinnan er unnin í anda byrjendalæsis. Sömuleiðis er unnið með sam- og sérnöfn. Bókin Eggið eftir Áslaugu Jónsdóttur er höfð sem grunnur að vinnunni. Nemendur lesa söguna og lesið er fyrir þá. Þeir reyna að endursegja söguna í para- og hópvinnu.
Lesa meira
13.10.2017
Umhverfið okkar í sinni víðustu mynd var yfirskrift þemadaga fyrir skömmu. Nemendum 1. 5. bekkjar var blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fóru nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.
Lesa meira
13.10.2017
Nemendur í 5. 7. bekk fóru á leiksýningu í vikunni. Það var leiksýningin Oddur og Siggi. Þeir hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða okkur í veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Þeir rifja upp ýmislegt úr sinni vinskapartíð. Oddur og Siggi er skemmtileg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.
Lesa meira
13.10.2017
Nemendur í níunda bekk fjalla um mannréttindi, mannfjölda, menningu, trúarbrögð og fleiri álíka viðfangsefni sem tengist lífi mannsins í samfélagi manna víða á Jörðinni. Nemendum var skipt í hópa og öttu kappi í því hvernig væri best að miðla hvers konar upplýsingum. Upphófst lestur bóka og upplýsingaöflun á netinu.
Lesa meira
03.10.2017
Næstu þrjá daga eru þemadagar í skólanum. Þemað er Umhverfið okkar. Nemendum 1. 5. bekkjar er blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fara nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.
Lesa meira