30.11.2017
Við hefjum leikinn á mynd. Hér er búið að setja saman fjórar myndir.
Lesa meira
30.11.2017
Jólagetraunin 2017 var kynnt á unglingastigi í dag og ber hún heitið Vandi er um slíkt að spá. Næstu tólf skóladaga fá nemendur á unglingastigi eina spurningu á dag og þurfa að svara henni samdægurs fyrir miðnætti.
Lesa meira
22.11.2017
Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgen‟. Svona hljóðar veðurspá morgundagsins og haft er eftir veðurfræðingu á Veðurstofu Íslands að það verði einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgen, fimmtudag. Það mun vara framundir aðfararnótt laugardags.
Lesa meira
16.11.2017
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Lesa meira
14.11.2017
Skólinn hefur farið í gegnum talsverðar breytingar á námsmati síðustu árin. Sömuleiðis hefur Mentor verið að gera miklar breytingar á sínu kerfi er varðar námsmat og sýnileika. Markmið er hagur nemenda.
Lesa meira
09.11.2017
Við skólann er starfsræktur skólakór, Stúlknakór Húsavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna eru aðeins stúlkur í kórnum. Kórstjóri er Ásta Magnúsdóttir en bæði er kórinn valgrein á unglingastigi og opinn nemendum á yngri stigum.
Lesa meira
08.11.2017
Í dag er alþjóða baráttudagur gegn einelti. Einelti, nei, takk! Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Með verkfærum Jákvæðs aga er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Lesa meira
06.11.2017
Skólabókasafn skólans er vel bókum búið. Það hefur verið markmið að fjárfesta í nýútkomnum bókum fyrir alla aldurshópa. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir nemendur sem rétt eru að ná tökum á lestrinum, lengra komna og allt þar á milli.
Lesa meira
06.11.2017
Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira
02.11.2017
Nú rennur senn upp alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti 8. nóvember. Borgarhólasskóli tekur þátt í þeim degi í ár líkt önnur fyrri ár. Í Borgarhólsskóla leggjum við okkur fram, sem þar vinnum, að hafa alla daga gegn einelti og með vináttu í gegnum uppeldisstefnu okkar Jákvæður agi og vikulegum bekkjarfundum. Það er því ákaflega sárt til þess að hugsa að mögulega sé fólk tilbúið að trúa því að allir starfsmenn grunnskóla stingi höfði sandinn í þeim eineltismálum sem upp koma, sama hver skólinn er.
Lesa meira