Tölfræði er skemmtileg

Síðustu daga hafa nemendur sjöunda bekkjar framkvæmt stærðfræðiverkefni þar sem unnið er með tölfræðiupplýsingar um nemendur skólans. Nemendur Borgarhólsskóla eru 290. Þar af eru 147 stelpur og 143 strákar. Flestar stelpur eru í 5. og 7. bekk eða 18 en flestir strákar eru í 8. bekk, 20 talsins. Fæstar stelpur eru hins vegar í 4. bekk, 8 talsins og fæstir eru strákar strákarnir eru í 3., 9. og 10. bekk eða 12 talsins.
Lesa meira

Að kryfja íslenska lambið

Nemendur tíunda bekkjar fengu það verkefni að kryfja nokkur líffæri íslenska lambsins. Verkefnið er liður í líffræðikennslu nemenda á unglingastigi. Nemendur fá tækifæri til að sjá, þreifa á og opna líffæri eins lifur, lungu, nýru, hjarta og eistu. Norðlenska varð okkur út um líffærin og þökkum við kærlega fyrir það.
Lesa meira

Fisk á minn disk

Heimilisfræði er eitt vinsælasta fagið í skólanum. Í skylduvalgreinum er rúmlega einn af hverjum þremur nemendum í heimilisfræði. Í kennslustund dagsins fengu nemendur það verkefni að útbúa fallegan fisk á disk. Nemendum var skipt í minni hópa þar sem reynir á samvinnu og sköpun. Hver hópur fékk grunnefni til að vinna með; þorskstykki, kartöflur, smjördeig, maísflögur, rauð- og vorlauk og gulrót. Auk þess hafði hver hópur aðgang að allskonar hráefnum, kryddi, sósugerðarefnum og öðrum bragðefnum.
Lesa meira

Húsin á Húsavík

Áttundi, níundi og tíundi bekkur fóru í stutta vettvangsferð um Húsavík að skoða gömul, uppgerð og horfin hús. Í kennslustund sem nefnist Kastljós er kastljósinu beint að ýmsum samtíma viðfangsefnum. Hugmyndafræðin er að kenna samtímasögu og -menningu. Þannig að nemendur átti sig á umhverfi sínu og því sem er að gerast í veröldinni.
Lesa meira

Sóttvarnir - framhald skólastarfs

Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum. Það er mikilvægt að halda vöku sinni og fara varlega þrátt fyrir fá smit á okkar svæði. Breytingar fela í sér að verja nemendur og starfsfólk og fækka smitleiðum. Við leggjum ríka áherslu að skólastarf nemenda taki eins litlum breytingum og kostur er. Sömuleiðis munum við efla sótthreinsun og þrif í skólanum og hefur hlutverk skólaliða aldrei verið eins mikilvægur hlekkur í skólastarfi og nú.
Lesa meira

Ostabakki úr útidyrahurð.

Árið 1960 var nýtt skólahús tekið í notkun á Húsavík og fluttu þá bæði Barna- og Gagnfræðaskólinn í húsnæðið sem nú er elsti hluti Borgarhólsskóla. Í upphafi skólaárs var skipt um útidyr og -hurð í innganginum frá Borgarhóli. Þar er nú rafknúin skynjarahurð í stað gömlu tréhurðarinnar sem við teljum að hafi verið síðan 1960.
Lesa meira

Samræmd könnunarpróf - lítill hluti af heildarnámsmati

Samræmd könnunarpróf í sjöunda bekk hófust í morgun en í dag þreyttu í kringum 4.300 nemendur í 155 skólum próf í íslensku. Könnunarpróf í stærðfræði fer fram á morgun. Könnunarprófin verða lögð fyrir 4. bekk í næstu viku. Framkvæmd prófanna gekk vel í dag . Menntamálastofnun þakkar nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd prófanna. Við óskum nemendum góðs gengis næstu daga, sem og alla aðra skóladaga.
Lesa meira

Breyting á skóladagatali

Starfsfólk skóla hugðist nýta daga í kringum vetrarfrí til námsferðar. Af henni verður ekki vegna Covid-19 faraldursins og því ákveðið að gera smávægilega breytingu á skóladagatali skólans. Breytingin felur í sér að miðvikudagurinn 28. október næstkomandi verður hefðbundinn skóladagur og föstudagurinn 23. apríl ´21 verði skipulagsdagur. Sjá nýtt skóladagatal á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Siglt á Skjálfanda og tekið land í Flatey

Það er löng hefð fyrir því að Norðursigling bjóði nemendum skólans í siglingu um Skjálfandaflóa að haust- eða vorlagi. Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar bauðst að fara í siglingu í dag og taka land í Flatey. Farið var á tveimur bátum, Bjössa Sör og Náttfara. Á leið vestur yfir flóa sást í hnúfubak sem hópurinn elti um stund en tók svo stímið á Flatey. Það gaf eylítið á bátinn en nemendur stóðu sig afar vel.
Lesa meira

Á degi íslenskrar náttúru

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri eða skemmri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Í ár bar göngudaginn upp þriðjudaginn 15. september og var veður með ágætum þennan dag, þurrt, hægur vindur og sólarglenna af og til.
Lesa meira