Bólusetning við COVID-19 fyrir nemendur í 7.-10. bekk

Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Bólusett verður í Íþróttahöllinni á Húsavík miðvikudaginn 18. ágúst 2021. Árgangar 2006-2007 kl. 16:00 og árgangar 2008-2009 kl. 16:30. Strikamerki verður sent með SMS í símanúmer foreldris/forráðamanns. Ef þú ætlar ekki að nýta bólusetningu fyrir þitt barn vinsamlegast hafðu samband við Heilsugæslu í síma 4640500
Lesa meira

Sumarlokun

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 12. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Þegar ljósritunarvélin kom

Eftir áratuga þjónustu við börn og ungmenni láta þau Jóa Údda, Maggi og Pálmi af störfum við Borgarhólsskóla. Jóhanna Guðjónsdóttir, Magnús Pétur Magnússon og Pálmi Björn Jakobsson hafa öll starfað við kennslu á Húsavík og víðar síðastliðna áratugi og líta nú til baka. Jóa varð sextug fyrir nokkru en hún var á svokallaðri 95-ára reglu og þeir félagar hafa báðir náð sjötugsaldri.
Lesa meira

Hvar er húfan mín, hvar er hempan mín? - ÓSKILAMUNIR

Eins og Ræningjarnir sungu í Kardemommubænum; ég er viss um það var hér allt í gær. Munirnir eru í skólanum. Þannig er það og umtalsvert magn óskilamuna í skólanum. Við hvetjum nemendur og foreldra til að sækja muni sína, húfur, úlpur, skór, töskur, vettlingar, bolir og sitthvað fleira sem er þeirra eign. Skólinn er opinn til föstudagsins 11. júní næstkomandi. Eftir það verður óskilamunum sem eftir eru komið til Rauða krossins.
Lesa meira

Nemendur kveðja Magga & Pálma

Nemendur skólans komu saman til að kveðja þá félaga Magnús Pétur Magnússon og Pálma Björn Jakobsson sem ganga í dag undir nöfnunum Maggi á safninu og Pálmi ritari. Þeir hafa starfað samtals við kennslu í meira en átta áratugi. Maggi hefur starfað sem bókasafnskennari síðastliðin ár og Pálmi sem skólaritari.
Lesa meira

Sandkastalakeppni, Sjóböð og sjór

Síðustu dagar hvers skólaárs fela í sér uppbrot á hefðbundinni kennslu. Veður hefur verið gott, sól og hlýindi. Almenn menntun stuðlar á hverjum tíma að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Almenn menntun miðar að því að efla skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Hún er hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg.
Lesa meira

Útskrift tíunda bekkjar

Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira

Veðurblíða og vatnsrennibraut - myndir

Veður hefur verið með ágætum í lok skólaárs. Þá er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf með leikjum og samveru enda liður í því að læra. Nemendum skólans bauðst að fara í sápufroðuvatnsrennibraut í blíðskaparveðri í dag. Slökkvilið Norðurþings var mætt, Húsasmiðjan skaffaði plastið og Sundlaugin á Húsavík aðstöðu. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag. Við látum myndirnar tala sínu máli enda gleði í hverju andliti, sólin skín og skólaárinu að ljúka.
Lesa meira

Hvar er Bjarnabúð?

Átthagafræðihugtak er sótt til fyrri tíma þar sem markmiðið er að fræða nemendur um nærumhverfi, samfélag og menningu. Það er ein undirstaða náms og þroska á ótal sviðum og tengist alls konar viðfangsefnum. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á hlutverk og þátttöku hvers skóla í samfélagi og að finna skuli leiðir til þess að rækta og efla þau tengsl.
Lesa meira

Heimsókn frá lögreglu

Nýlega var Silja Rún Reynisdóttir ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan segir að samfélagið kalli á starfsemina og var talið mikilvægt að endurvekja hana. Silja Rún hefur starfað hjá embættinu síðan 2016 en forvarnarstarfið er á ákveðnum byrjunarreit þó að lögreglan sinni ýmsum forvarnarverkefnum. Markmiðið er að auka fræðslu og forvarnir þar sem þörf er á.
Lesa meira