Heimsókn frá lögreglu

Nýlega var Silja Rún Reynisdóttir ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan segir að samfélagið kalli á starfsemina og var talið mikilvægt að endurvekja hana. Silja Rún hefur starfað hjá embættinu síðan 2016 en forvarnarstarfið er á ákveðnum byrjunarreit þó að lögreglan sinni ýmsum forvarnarverkefnum. Markmiðið er að auka fræðslu og forvarnir þar sem þörf er á.
Lesa meira

At lære dansk udenfor

Dönsk tunga kemur víða við, innandyra sem utan. Á góðviðrisdögum er kjörið að fara út með nemendum til að læra. Nemendur níunda bekkjar stunduðu nám sitt í dönsku utandyra í dag. Nemendum var skipt í hópa og fóru á milli fimm stöðva við ýmsa vinnu.
Lesa meira

Virðum eigur annarra

Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr. Eitt slíkt atvik hefur þegar komið upp.
Lesa meira

Ævintýraskógur við innganginn

Nemendur í myndmennt unnu fjölbreytt verkefni sem tengdust uppsetningu sjöunda bekkjar á Skilaboðaskjóðunni. Verk nemenda voru til sýnis þegar gengið var inn í Salinn sem gladdi bæði unga sem aldna. Með listum getur maðurinn tjáð og dýpkað tilfinningar sínar og öðlast skilning og reynslu sem ekki verður færð í orð.
Lesa meira

Árshátíð úti á Hawaii

Árshátíð unglinganna okkar fór fram með sóma í gærkveldi í Sal skólans. Þar koma nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar saman, skemmta sér og borða góðan mat ásamt starfsfólki. Hver árgangur var með skemmtiatriði auk þess sem starfsfólk bauð upp á eitt atriði. Fyrirkomulag hátíðarinnar er í nokkuð föstum skorðum og komin venja á hana. Nemendur skipulögðu hana sjálf venju samkvæmt undir leiðsögn starfsmanns sem var Arnór Aðalsteinn Ragnarsson að þessu sinni.
Lesa meira

Styrkur til skólans – aukin hreyfing á skólatíma

Skólinn fékk nýlega úthlutað styrk frá Íþróttasambandi fatlaðra í tengslum við verkefni á vegum félagsmálaráðuneytis. Veittir voru styrkir í verkefni sem hafa eftirfarandi að meginmarkmiði; að efla heilbrigði fatlaðs fólks og auka möguleika íþróttafólks með fötlun/sérþarfir á þátttöku í fjölbreyttu íþróttastarfi, að styðja við starf á sviði íþrótta fatlaðra og efla samstarf við almenn íþróttafélög, að hvetja til rannsókna, þróunar nýrra greina, þjálfaranámskeiða og hreyfiþjálfunar í skólum/sérdeildum og að styðja við hugmyndir sem stuðla að virkni og þátttöku einstaklinga með fötlun/sérþarfir í íþróttastarfi á Íslandi og vinna að jafnrétti á sviði íþróttastarfs.
Lesa meira

Sveitahjólaferð

Nemendur fjórða bekkjar hafa farið í sveitaferð undanfarin ár en sú hefð hefur þróast aðeins hjá okkur. Markmiðið með ferðinni var að skoða húsdýrin, afurðir og kynnast lífinu í sveitinni. Í stað þess að fara um í rútu um sveitir Þingeyjarsýslu þá hjóluðu þeir saman annars vegar upp að Grobbholti og suður í Saltvík.
Lesa meira

Skólasamkoma skólans

Nemendur sjöunda bekkjar frumsýna Skilaboðaskjóðuna á skólasamkomu skólans í dag. Það er löng hefð fyrir skólasamkomu en þar koma nemendur fram og sýna dans, söng og ýmis atriði. Nemendur fyrsta, þriðja og fimmta bekkjar koma þar fram ásamt sjöunda bekk. Skólasamkoman er samstarfsverkefni við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira

Sendu mér SMS

Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu verkið Sendu mér SMS í Gamla Samkomuhúsinu í dag. En liður í fjáröflun þeirra er uppsetning á leikriti. Karen Erludóttir leikstýrði og í hljómsveit eru þeir Daníel Borgþórsson, Jón Gunnar Stefánsson og Ragnar Hermannsson en Daníel og Ragnar eru foreldrar í árgangnum. Sögusviðið er töðugjaldadansleikur í ónefndu félagsheimili úti á landi þar sem margar litríkar persónur koma við sögu. Tónlist og söngur er því í miklu aðalhlutverki en tengt saman með spaugi og stuttum atriðum. Höfundar verksins eru þeir Bjartmar Hannesson og Hafsteinn Þórisson.
Lesa meira

Hættulegur leikur á belgnum

Ærslabelgurinn býður upp á ýmsa leiki og fjör. Það er mikilvægt að kenna börnum góða leiki. Því miður hefur það gerst að stórum steinum og grjóti hefur verið komið fyrir á belgnum og svo er farið að hoppa. Grjótið kastast til og frá og af þessu hafa orðið slys. Við biðjum foreldra að ræða þetta heima fyrir og það gerum við einnig hér í skólanum. Ástæða þess að við erum að nefna þetta hér er að þessi leikur fer að miklu leyti fram utan skóla tíma.
Lesa meira