06.09.2019
Elstu nemendur Grænuvalla komu í heimsókn í morgun og fóru ásamt nemendum í fyrsta, öðrum og þriðja bekk á leiksýninguna Björt í sumarhúsi í Salnum. Verkið er söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”.
Lesa meira
04.09.2019
Stærðfræðin á sér marga anga. Nemendur áttunda bekkjar fengust við fjölbreyttar þrautir í stærðfræðikennslustundum í upphafi skólaárs. Í einni kennslustund var viðfangsefnið, hjálpargögn í stærðfræði.
Lesa meira
02.09.2019
Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira
02.09.2019
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynnaum lúsasmit í skólann.
The head louse is still today alive in abundance in all parts of the world. The louse does not cause danger to the health of people. It is no respecter of persons and is not a testimony of uncleanliness. The louse is contracted through physical contact and from time to time epidemics will arise especially where children stay together e.g. in kindergartens and primary school.
Lesa meira
01.09.2019
Í dag, fyrsta september, breytist leyfilegur útivistartími barna samkvæmt útivistarreglum. Þær eru þannig að börn 12 og yngri mega vera úti til 20:00 og börn á aldrinum 13 til og með 16 ára mega vera úti til 22:00. Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þann tíma. Útivistarreglurnar eru landslög. Aldur miðast við fæðingarár. En bregða má út af reglunum þegar börn á aldrinum 13 til og með 16 ára eru á leið heim af viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa meira
30.08.2019
Það kennir ýmissa grasa í geymslum skólans, á skólabókasafninu eða einhverjum ganganna. Kennslutæki og -tól hafa breyst hratt síðastliðna áratugi. Tæki úreldast og önnur taka við. Á starfsmannagangi skólans er lítil sýning með gömlum kennslugögnum sem vekja athygli nemenda og gesta sem koma í skólann.
Lesa meira
28.08.2019
Það er mikilvægt í upphafi skólaárs að virkja nemendur og æfa samvinnu með leik. Nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk nýttu fyrstu dagana í útiveru þar sem lögð var áhersla á samvinnu og leik.
Lesa meira
27.08.2019
Að lokinni skólasetningu fóru nemendur í sínar stofur. Nemendur fyrsta bekkjar hittu kennarana sína ásamt foreldrum. Hópurinn fékk smá kynningu á skólanum og starfinu auk þess gerði hver nemandi verkefni um sig sjálfan. Að því loknu var ávaxtastund, lestur og frímínútur. Foreldrar nutu smá veitinga á kaffistofu og þéttu tengslanetið á kaffistofunni.
Lesa meira
26.08.2019
Sólin skín og íslenski fáninn blaktir við hún. Það er komið að tímamótum með vonum og væntingum. Skólastarfið að hefjast. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri bauð nemendur, foreldra og starfsfólk velkomið til starfa í dag á sal skólans að morgni dags. Sérstaklega bauð hún nýja nemendur og foreldra við skólann velkomna og þá sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta bekk.
Lesa meira
15.08.2019
Frístundavistun er í boði fyrir nemendur í fyrsta til og með fjórða bekk Borgarhólsskóla. Starfið fer fram á efri hæðinni í Íþróttahöllinni við hlið skólans. Frístund opnar kl. 1300 og starfar til kl. 1600. Nemendur í fyrsta bekk fá fylgd á milli húsa en aðrir nemendur mæta sjálfir. Starfsfólk Frístundar sjá um að minna á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf sem fer fram á vistunartíma.
After every schoolday students in 1st to 4th grade can go to after school program till 16:00. The program is located at the second floor in sportshall next to our school. First grade will be escorted between houses. After school centre staff remind the students when or if they sport activity with Völsungur.
Lesa meira