Starfamessa og skólaheimsókn

Nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn fyrir skömmu í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Sömuleiðis var farið á starfamessu grunnskóla Akureyrarbæjar sem fór fram í Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira

Fulltrúi Íslands á Norðurlandamótinu í skák

Nemendur skólans halda áfram að vera fulltrúar lands og þjóðar. Helgina 14-18. febrúar fer fram Norðurlandamótið í skólaskák í Borgarnesi. Kristján Ingi Smárason nemandi í Borgarhólsskóla hefur verið valinn sem annar af tveimur fulltrúum Íslands í flokki 10 ára og yngr
Lesa meira

Gestir sem gleðja þegar þeir fara

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap. Höfuðlúsin er 2-3 millimetrar að stærð (svipað og sesamfræ), grá eða ljósbrún á lit.
Lesa meira

Nemendur keppa á erlendri grundu

Þær Agnes Björk Ágústsdóttir í níunda bekk og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir í áttunda bekk stunda báðar blak með Völsungi. Nýlega voru þær valdar til þátttöku í yngri en 16 ára blaklandslið Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Færeyjum. Liðið varð í 6. sæti.
Lesa meira

Að sýna þakklæti

Það er ýmislegt sem nemendur í fyrsta bekk fást við hverju sinni. Um þessar mundir er lagt upp með að enda daginn í rólegheitum, hlusta á hugljúfa tónlist, koma sér vel fyrir og skrifa í þakklætisbókina sína. Hver nemandi á sína þakklætisbók þar sem hann safnar því sem hann er þakklátur fyrir.
Lesa meira

Skylduvalgreinar til vors

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Þegar sótt er um leyfi

Foreldrar og forráðamenn geta nú sótt um leyfi með rafrænum hætti á heimasíðu skólans. Það er gert með því að smella á hnappinn Sækja um leyfi. Við það opnast rafrænt eyðublað sem foreldri eða forráðmaður fyllir út og fær síðar svar með tölvupósti.
Lesa meira

Nesti í hádeginu

Vegna breytinga á mannahaldi í mötuneyti skólans verður því miður ekki hægt að bjóða upp á mat í upphafi árs, þ.e. á morgun fimmtudaginn 3. janúar og á föstudaginn 4. janúar. Nemendur þurfa því að hafa með sér hádegisnesti þessa tvo daga. Fyrirkomulag á hafragraut að morgni og ávaxtastund er óbreytt.
Lesa meira

Jóla- og kærleikskveðja

Við sendum öllum okkar bestu jóla- og kærleikskveðjur með ósk um gleðilega jólahátíð. Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði.
Lesa meira

Fyrirkomulag Litlu jóla

Síðasta skóladag fyrir jól er hefð fyrir því að halda Litlu jólin. Þá koma nemendur saman í sínum kennslustofum og eiga saman notalega jólastund. Að henni lokinni fara nemendur saman á jólaball í sal skólans þar sem jólasveinarnir kíkja í heimsókn og dansað er kringum jólatréð sem nemendur sjöunda bekkjar sækja í skógræktina í fjallinu og nemendur tíuunda bekkjar skreyta. Að loknu jólaballi halda nemendur út í jólafrí en kennsla heldur áfram á nýju ári fimmtudaginn 3. janúar.
Lesa meira