Kennarar Borgarhólsskóla sýna góða fagþekkingu

Menntamálastofnun hefur gefið út skýrslu í kjölfar ytra mats á Borgarhólsskóla. Stofnunin gerir reglulega úttekt á grunnskólum landssins og óskaði Borgarhólsskóli og Norðurþing eftir úttektinni að þessu sinni. Matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis og byggir á skyldum ríkis og sveitarfélaga í samræmi við lög um grunnskóla.
Lesa meira

Menningarvika hjá 1. bekk

Þessa síðustu viku fyrir páskafrí hefur 1. bekkur verið mjög menningarlegur og heimsótt söfn og horft á leiksýningu.
Lesa meira

Ilmurinn af páskalambinu

Venju samkvæmt verður páskalambið borið fram í mötuneyti skólans að sveitasið. Ilminn úr eldhúsinu hefur lagt um allan skólann og nemendur og starfsfólk með vatnið í munninum. Þær Hjördís og Sigríður voru ánægðar með lambið enda einfalt, salt, pipar & laukur með hefðbundinni soðsósu.
Lesa meira

Skólaskákmót

Í vikunni fór fram skólaskákmót Borgarhólsskóla. Nokkrir nemendur iðka skákina undir leiðsögn Hermanns Aðalsteinssonar. Nemendur æfa einu sinni í viku og tefla frjálst þess á milli.
Lesa meira

Kynheilbrigði

Nemendur 10. bekkjar fengu fræðslu um kynheilbrigði. Unnið er út frá nýju fræðsluefni sem Landlæknir gefur út. Skólahjúkrunarfræðingur annast fræðsluna og er hún kynjaskipt.
Lesa meira

Stærsta dýr Jarðar

Nemendur 8. bekkjar fór í heimsókn í Hvalasafnið í vikunni að skoða grindina af steypireyðinni sem nú er komin til sýningar í safninu.
Lesa meira

Peysur & bolir

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að skipta um skólapeysur. Fyrr á þessu skólaári gafst nemendum kostur á að panta sér peysu. Á morgun fimmtudag og föstudag verður hægt að koma og máta frá klukkan 15 – 17 andyri skólans, gamli inngangur. Í stað peysunnar sem við vorum með kemur hettupeysa en bolurinn er áfram svartur. Vegna þessa ætlum við að hafa það þannig að um leið og pantað er þarf að greiða.
Lesa meira

FRUMSÝNING í kvöld

Það hefur mikið gengið á í skólanum síðastliðna daga. Nemendur 7. bekkjar hafa hafa brugðið sér í hlutverk Emils, Ídu, Alfreðs og fleiri frá Lönneberga. Í kvöld er verður frumsýning á Emil í Kattholti á skólasamkomu skólans. Nemendur 1., 3. og 5. bekkjar verða jafnframt með atriði. Sjá nánar á viðburðardagatali.
Lesa meira

Kynningarfundur um nýtt námsmat

Skólastjórnendur boðuðu foreldra nemenda í 10. bekk á fund vegna breytts fyrirkomulags við útskrift úr grunnskóla. Eins og áður segir eru talsverðar breytingar fyrirhugaðar á námsmatsferlinu í grunnskóla og við útskrift samhliða breytingum á menntakerfi þjóðarinnar. Nemendur 10. bekkjar fá jafnframt sérstaka kynningu á málinu.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Tíu nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Safnahúsinu á Húsavík. Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa fyrir keppninni á landsvísu en umsjón með verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði.
Lesa meira