Tilkynning til foreldra - Announcement for parents

(set your language at top of page - right side) Aðgerðir Borgarhólsskóla vegna auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi eru eftirfarandi. Öllum nemendum ásamt starfsfólki hefur verið skipt upp í átta hópa. Hverjum hópi er úthlutað sérstökum inngangi í Borgarhólsskóla og við Framhaldsskólann á Húsavík. Mikilvægt er að nemendur gangi eingöngu um þann inngang sem þeim hefur verið úthlutað.
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Norðurþings vegna samkomubanns Notification from Norðurþing – public gathering ban

(in your language in Google translate at top of page, right side) Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram við það nú um helgina að undirbúa viðbrögð við samkomubanninu sem tekur gildi nú á miðnætti, vegna Covid-19. Það er rétt að minnast á það hér strax í upphafi hve ánægjulegt er að finna ríkulega fyrir samheldni og einhug sem ríkir um að leysa verkefni næstu vikna af festu, ábyrgð og yfirvegun. Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu fjórar vikurnar. Allt skipulag skólahalds sveitarfélagsins miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann. Breytingar á starfsemi sveitarfélagsins geta skollið á með stuttum fyrirvara og verða þá tilkynntar á heimasíðu sveitarfélagsins eða beint frá þeim stofnunum eða einingum sem við á.
Lesa meira

Forinnritun í framhaldsnám

Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2020 (fæddir 2004 eða síðar) hófst 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fengu sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið.
Lesa meira

Skipulagsdagur á mánudaginn - No school on Monday

Næstkomandi mánudag verður skipulagsdagur í skólanum. Nemendur mæta ekki til vinnu þennan dag. Starfsfólk skólans mun nota daginn til að skipuleggja skólann fyrir skólastarf næstu vikur. Við vonum að þessi ákvörðun valdi sem minnstu raski á heimilum nemenda og þökkum fyrirfram tillitssemina. Í ljósi þess að samkomubann tekur gildi á mánudag biðjum við alla í skólasamfélaginu um að halda ró sinni og fylgjast vel með fréttum frá skólanum. Samkomubannið nær ekki til leik- og grunnskóla en við gerum ráð fyrir einhverjum breytingum á skólastarfinu á næstu vikum. Við vinnum í nánu sambandi við fræðsluyfirvöld og sveitarstjórn um fyrirkomulag skólastarfsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með tölvupóstinum sínum, heimasíðu skólans og facebook síðunni næstu daga. Auk þess að kynna sér vefsíðuna www.covid.is.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun og samtal við börnin

Viðbragðsáætlun skólans vegna heimsfaraldurs hefur verið uppfærð miðað við það almannavarnarástand sem nú gildir í landinu. Foreldrar fengu póst í dag vegna málsins. Áætlunina má sjá HÉR. Auk þess bendum við á viðbragðsáætlun almannavarna vegna sama máls sem má finna HÉR.
Lesa meira

Listahátíð barna - Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðin föstudag Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira

Hættustig vegna Covid-19, kórónaveirunnar

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
Lesa meira

Mæður 88% - feður 59%

Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 41% tilfella. Saman mæta foreldrar í 47% tilfella og 12% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 45% tilfella. Það fjölgar lítillega feðrum sem mæta einir og foreldrum fjölgar sem mæta saman í viðtal.
Lesa meira

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 26. febrúar.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Þrettán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira