Sameiginleg glæpasaga á degi bókasafna

Bókasafn veitir aðgang að þekkingu og fjölbreyttu efni. Rými til rannsókna og stuðningur við alla menntun. Sömuleiðis menningarleg varðveisla og stafrænt aðgengi. Bókasöfn eru líka samfélagslegur vettvangur og mikilvæg bæði einstaklingum og samfélaginu öllu.
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar gerðu áttunda september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það er mikil umræða um læsi og lestur í íslensku samfélagi. Það skiptir máli að vekja athygli á mikilvægi læsis. Fjöldi rannsókna sýna að þátttaka foreldra í námi barna sinna styrkir þau í lestri.
Lesa meira

Stútfullt Ólympíuhlaup ÍSÍ af metnaði

Það blés hressilega þegar Ólympíuhlaup ÍSÍ for fram kringum skólann í gær. Hlaupið kallaðist áður Norræna skólahlaupið og hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.
Lesa meira

Læsir, heimalestur og foreldrar

Elsta dæmi um nafnorðið læsi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1982 en dæmi um lýsingarorðið læs eru frá 17. öld og á það sér því miklu lengri sögu í málinu. Merking hugtaksins læsi byggist á því að vera læs á ritað mál en getur haft nokkuð víðari og margþættari merkingu. Skólinn hefur tekið upp smáforritið Læsir sem heldur utan um lestur nemenda, hversu oft lesið er og hve margar mínútur. Læsir safnar bókum sem nemendur lesa í rafræna bókahillu og hægt að nálgast upplýsingar eftir vikuna, á mánuði og síðan á skólaári.
Lesa meira

Árstíðir og veðurspæjari

Árstíðirnar hafa mikil áhrif á Jörðina og veðrið. Þær stjórnast aðallega af möndulhalla Jarðar og hreyfingu hennar um sólina. Nemendur annars og þriðja bekkjar hafa á þessum fyrstu dögum skóla verið að læra um árstíðirnar og veðrið.
Lesa meira

Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám. Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Upphaf skólaársins

Börn bregða á leik, sparka í bolta, hlæja og gera heljarstökk á ærslabelgnum. Já, nýtt skólaár er hafið og skólinn iðar af lífi. Hér eru allir í mismunandi störfum og hafa öll sín hlutverk. Við erum öll hluti af skólasamfélaginu. Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri, flutti ávarp í stiganum í upphafi skólaárs í anddyri skólans að vestanverðu, eða við gamla innganginn. Sá staður var gjarnan notaður fyrir hvers konar athafnir og samkomur á árum áður.
Lesa meira

Skráning í mötuneytisþjónustu

Foreldrar þurfa að skrá börn sín í mötuneytisþjónustu kjósi þeir að nýta sér hana. Þjónustan er gjaldfrjáls. Vegna framkvæmda í eldhúsi skólans hefst þjónustan þann nítjánda ágúst nk. En í næstu viku verður settur upp nýr kælir til að bæta aðstöðuna.
Lesa meira

Skráning í frístundastarf fyrsta til fjórða bekkjar

Öllum grunnskólanemendum skal gefinn kostur á að taka þátt í frístunda- og félagsstarfi þar sem tekið er mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins. Með frístunda- og félagsstarfi í lögum þessum er annars vegar átt við starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla og hins vegar félagsstarf fyrir alla árganga grunnskólans.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 13. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar eins og netföng starfsfólks og fleira hér á heimasíðu skólans.
Lesa meira