Foreldradagurinn 2020

Heimili og skóli, landssamtök foreldra og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátakið um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi býður upp á áhugaverð og spennandi erindi fyrir foreldra. Í ljósi aðstæðna er dagurinn er dagurinn með öðru sniði og boðið upp á fyrirlestur á netinu. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum.
Lesa meira

Margbreytilegt fjölskyldumynstur

Nemendur annars og þriðja bekkjar unnu skemmtilegt verkefni í tengslum við fjölskylduna. Þeir fjölluðu um margbreytileika fjölskyldna, breytt fjölskyldumynstur, ólík störf bæði utan heimilis og innan. Stuðst var við bókina Halló heimur sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Lesa meira

Nýjar reglur og halda í hefðir

Skólastarf hefur sannarlega tekið ýmsum breytingum frá upphafi skólaárs. Við viljum byrja á því að þakka skilninginn og að gefa stjórnendum og starfsfólki tíma til að aðlaga skólastarf nýjum veruleika. Nýjasta reglugerðin opnaði ekki marga möguleika til að nálgast hefðbundið skólastarf en léttir skólastarf að einhverju leyti frá og með næstkomandi mánudegi. Hinar nýju reglur gilda til og með 1. desember næstkomandi.
Lesa meira

Hvaða leið er best – gerum hana skemmtilegri

Sveitarfélagið fékk styrk úr Lýðheilsusjóði til að merkja og fegra gönguleiðina frá skólanum að Sundlaug Húsavíkur. Tómstunda- og íþróttasvið sveitarfélagsins leitaði til skólans varðandi staðsetningu; hvaða leið væri hentugust og hvar væri best að fegra leiðina. Markmiðið er að lífga upp á leiðina og gera hana skemmtilegri.
Lesa meira

Nýyrði, orð í glugga og seinnipartur

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Þann áttunda nóvember ár hvert er dagur helgaður baráttunni gegn einelti. Forsaga dagsins er sú að Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti ákvað á sínum tíma að standa að sérstökum degi gegn einelti og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 2011. Skipulags skólastarfs setti mark á framkvæmd dagsins hjá okkur. Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Með verkfærum Jákvæðs aga og Verkfærakistu Vöndu er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Lesa meira

Kennsla í Covid

Skólastarf er ein af grunnstoðum samfélagsins. Skólar hafa meðal annars það hlutverk að auka jöfnuð og vernda börn. Starfsfólk skólanna hefur unnið þrekvirki við að styðja við nemendur á þessum óvissutímum. Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Öryggi og heilsa nemenda og starfsfólks er fyrir öllu.
Lesa meira

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa

Nemendur sjöunda bekkjar fengu í dag afhentar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Nemendur fjórða bekkjar fá niðurstöður sínar á morgun. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn. Raðeinkunn sem birtist líka á vitnisburðinum segir mest til um gengi nemandans. Raðeinkunnin segir til um hvar nemandinn stendur í samanburði við alla sem tóku prófið.
Lesa meira

Breytt skólahald / School changes

(set your language at top of page - right side) Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum í samræmi við reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Skólanum hefur verið skipt í fimm hólf og nemendum í námshópa innan hólfa. Það er markmið okkar að valda eins litlu raski á skólastarfi og kostur er og að nemendur njóti menntunar. Þá er aukin áhersla á þrif og grímuskylda á nemendur í fimmta til og með tíunda bekk þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna. Auk þess ber starfsfólk grímu við störf sín. Öll utankomandi umgengni um skólann er óheimil nema með leyfi stjórnenda.
Lesa meira

Breyting á skólahaldi

Það er ljóst að skólahald mun taka einhverjum breytingum vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Stjórnendur skólans munu undirbúa breytt skólahald og gefa út seinnipart næstkomandi þriðjudag. Við biðjum því foreldra að fylgjast með heimasíðu, facebook síðu skólans og tölvupósti þegar nær dregur.
Lesa meira