Nesti í hádeginu

Vegna breytinga á mannahaldi í mötuneyti skólans verður því miður ekki hægt að bjóða upp á mat í upphafi árs, þ.e. á morgun fimmtudaginn 3. janúar og á föstudaginn 4. janúar. Nemendur þurfa því að hafa með sér hádegisnesti þessa tvo daga. Fyrirkomulag á hafragraut að morgni og ávaxtastund er óbreytt.
Lesa meira

Jóla- og kærleikskveðja

Við sendum öllum okkar bestu jóla- og kærleikskveðjur með ósk um gleðilega jólahátíð. Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði.
Lesa meira

Fyrirkomulag Litlu jóla

Síðasta skóladag fyrir jól er hefð fyrir því að halda Litlu jólin. Þá koma nemendur saman í sínum kennslustofum og eiga saman notalega jólastund. Að henni lokinni fara nemendur saman á jólaball í sal skólans þar sem jólasveinarnir kíkja í heimsókn og dansað er kringum jólatréð sem nemendur sjöunda bekkjar sækja í skógræktina í fjallinu og nemendur tíuunda bekkjar skreyta. Að loknu jólaballi halda nemendur út í jólafrí en kennsla heldur áfram á nýju ári fimmtudaginn 3. janúar.
Lesa meira

Síma- og tölvukerfi skólans liggur niðri

Bæði síma- og tölvukerfi skólans liggur niðri og hefur gert upp á morguninn. Foreldrar hafa því ekki geta tilkynnt forföll barna sinna í gegnum síma. Sömuleiðis getur starfsfólk ekki opnað tölvupóst.
Lesa meira

Ég sá mömmu kyssa jólasvein á Sal

Það er löng hefð fyrir söngstund á Sal skólans. Í desember hittast allir nemendur á söngsal í þrígang og syngja saman jólalög. Ásta Magnúsdóttir leikur undir á flygilinn. Eldri nemendur sækja gjarnan þá yngri og bjóða þeim með sér á sal. Þannig verður til samvinnunám við bæði nýja söngtexta og söng.
Lesa meira

Góð gjöf sem gleður

Nýlega barst skólanum góð gjöf frá Lionshreyfingunni á Íslandi. Fyrsti Lionsklúbburinn á Íslandi var stofnaður 1951 og starfa rúmlega 80 klúbbar víðsvegar um landið. Í umdæminu sem nær frá Siglufirði til Vopnafjarðar starfa níu klúbbar með yfir 200 félögum. Lionsklúbbar beita sér mest fyrir málefnum í heimabyggð og styrkja við ýmis málefni.
Lesa meira

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdegi

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Sigurvegari í getraun á Verkstæðisdegi

Hvað voru duplo kubbarnir margir? Nemendur, gestir og gangandi gátu giskað á fjölda duplo-kubba í glærum sívalning sem stóð á starfsmannagangi skólans í tilefni dagsins. Fyrir rétta ágiskun eða sem næst réttu svari var hægt að vinna lambalæri frá Viðbót ehf.
Lesa meira

Laus störf við skólann

Skólinn auglýsir tvö laus störf til umsóknar. Annarsvegar matráður og hinsvegar starfmaður í mötuneyti. Allar upplýsingar koma fram á meðfylgjandi auglýsingu (smella á mynd til að stækka) og nánari upplýsingar veitir skólastjóri.
Lesa meira

Markmið að lesa 100 bækur

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Umræða um lestur og lesskilning hefur verið mikil að undanförnu. Þá er gott að setja sér markmið um að hvað maður les, hversu mikið og hvernig.
Lesa meira