Skólapúlsinn - foreldrakönnun

Það er mikilvægt að hafa mælitæki í skólastarfi en nú stendur yfir foreldrakönnun Skólapúlssins á starfi Borgarhólsskóla. Til að niðurstöður verði samanburðarhæfar þá þarf svarhlutfall að ná að lágmarki 80%. Lokadagur til að svara könnuninni er 4. mars næstkomandi. Svarhlutfall foreldra skólans er aðeins 52% og viljum við biðja foreldra sem lentu í úrtakinu að svara könnuninni. Þannig nýtist Skólapúlsinn til að gera góðan skóla enn betri.
Lesa meira

Að kanna hagi ungs fólks

Nemendur skólans þreyttu nýlega könnun á eigin högum. En síðan árið 1992 hafa hagir ungs fólks verið rannsakaðir. Sérstaklega notkun vímuefna. Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Forvarnaraðferðir sem beitt hafði verið og miðuðu að því að kenna ungmennum um skaðsemi vímuefnaneyslu, virtust ekki virka sem skyldi.
Lesa meira

Á skíðum skemmti ég mér

Það eru forréttindi að hafa skíðabrekku í túnfætinum og enn betra að geta notað hana. Nemendur margir hverjir fóru á skíði í dag og undu sér vel. Sömuleiðis fóru nemendur á Hjarðarholtstún með sleða, þotur og gömlu góðu slöngurnar. Það viðraði vel til útivistar og að eiga saman góða stund við góða hreyfingu. Ljósmyndari skólans var að sjálfsögðu í Skálamelnum að mynda.
Lesa meira

Starfamessa og skólaheimsókn

Nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn fyrir skömmu í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Sömuleiðis var farið á starfamessu grunnskóla Akureyrarbæjar sem fór fram í Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira

Fulltrúi Íslands á Norðurlandamótinu í skák

Nemendur skólans halda áfram að vera fulltrúar lands og þjóðar. Helgina 14-18. febrúar fer fram Norðurlandamótið í skólaskák í Borgarnesi. Kristján Ingi Smárason nemandi í Borgarhólsskóla hefur verið valinn sem annar af tveimur fulltrúum Íslands í flokki 10 ára og yngr
Lesa meira

Gestir sem gleðja þegar þeir fara

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap. Höfuðlúsin er 2-3 millimetrar að stærð (svipað og sesamfræ), grá eða ljósbrún á lit.
Lesa meira

Nemendur keppa á erlendri grundu

Þær Agnes Björk Ágústsdóttir í níunda bekk og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir í áttunda bekk stunda báðar blak með Völsungi. Nýlega voru þær valdar til þátttöku í yngri en 16 ára blaklandslið Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Færeyjum. Liðið varð í 6. sæti.
Lesa meira

Að sýna þakklæti

Það er ýmislegt sem nemendur í fyrsta bekk fást við hverju sinni. Um þessar mundir er lagt upp með að enda daginn í rólegheitum, hlusta á hugljúfa tónlist, koma sér vel fyrir og skrifa í þakklætisbókina sína. Hver nemandi á sína þakklætisbók þar sem hann safnar því sem hann er þakklátur fyrir.
Lesa meira

Skylduvalgreinar til vors

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Þegar sótt er um leyfi

Foreldrar og forráðamenn geta nú sótt um leyfi með rafrænum hætti á heimasíðu skólans. Það er gert með því að smella á hnappinn Sækja um leyfi. Við það opnast rafrænt eyðublað sem foreldri eða forráðmaður fyllir út og fær síðar svar með tölvupósti.
Lesa meira