Dagur íslenskrar tungu

Eins og segir í ljóðinu Íslenskuljóðið; á íslensku má alltaf finna svar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Lesa meira

Astrid Lindgren allt umlykjandi

Skólastarf var með óhefðbundnu sniði í vikunni, námið brotið upp og leitast við að nálgast viðfangsefnin á fjölbreyttari hátt. Þemað var rithöfundurinn Astrid Lindgren sem við þekkjum flest. Vinabekkir unnu saman að nokkrum sögum Astrid; Bróðir minn ljónshjarta, Ronja ræningjadóttir, Börnin í Ólátagarði, Lína Langsokkur og Lotta.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.
Lesa meira

Salarskemmtun hjá sjötta

Salur er skemmtun sem haldin í sal skólans. Nemendur í hverju árgangi eru með ýmis atriði á sal eins og upplestur, leikþætti og söng. Einnig eru sérstakir söngsalir. Nemendur bjóða fjölskyldu, sínum að koma, horfa og njóta. Markmið með salarskemmtun er meðal annars að örva samkennd, efla sjálfsmynd, glæða skapandi hugsun, gleðjast og fræðast.
Lesa meira

Nemendur kynntu sér framhaldsnám

Í vikunni fóru nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Nemendur fengu kynningu á skólunum og margt við félagslífið heillaði við Menntaskólann og iðn-, tækni- og verknám í Verkmenntaskólanum. Nemendur fengu að skoða heimavistina sem nemendur beggja framhaldsskólann hafa aðgang að.
Lesa meira

Útlaginn 42 ára

Íslendingasögurnar eru ásamt konungasögum, þekktustu miðaldabókmenntir Íslendinga. Þær eru um fjörutíu talsins og mynda saman einn af sex flokkum fornsagna. Fyrstu Íslendingasögurnar voru að öllum líkindum ritaðar öðru hvoru megin við aldamótin 1200, en þær síðustu við lok sagnritunarskeiðsins undir 1350. Flestar voru þær þó líklega skrifaðar á 13. öld.
Lesa meira

Sólarupprás og skólahald

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira

Forseti Íslands í heimsókn

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti skólann okkar í dag. Nemendur fjórða og fimmta bekkjar tóku á móti honum í anddyri skólans með söng hvar þeir fluttu skólasönginn okkar. Hann fékk kynnisferð um skólann og starfsemi hans.
Lesa meira

Skóli fyrir 1. - 3. bekk á þriðjudag

Það er ánægjulegt að tilkynna að skólahald verður fyrir nemendur í 1.-3.bekk þriðjudaginn 24.október. Frístund er eftir sem áður lokuð. Karlkyns kennarar, húsvörður og stuðningar munu sinna kennslunni þennan dag. It is a pleasure to announce that there will be classes for students in grades 1-3 on Tuesday, October 24th. Leisure remains closed. Male teachers, janitors and support staff will do the lessons that day. Milo nam poinformowac, ze we wtorek 24 pazdziernika odbeda sie zajecia klas 1-3 dla uczniów klas 1-3.Rozrywka pozostaje zamknieta. Tego dnia lekcje beda prowadzone przez nauczycieli, woznych i personel pomocniczy.
Lesa meira

Nemendur tíunda frumsýna Pitz Pörfekt

Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu söngleikinn Pitz Pörfekt í dag. Sem fyrr var leikstjórn í höndum Karenar Erludóttur en hún hefur tekið að sér leikstjórn hjá mörgum árgöngum skólans. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og gott samstarf. Hún er fagmaður sem skila góðu starfi.
Lesa meira