Fréttir

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir - gerum þetta saman

Ný reglugerð um takmörk á samkomum vegna farsóttarinnar hefur tekið gildi. Hún hefur takmörkuð áhrif á hefðbundið skólastarf en áminning um mikilvægi persónulegra sóttvarna. Við reynum að gera skólastarf þannig úr garði að takmarkanir hafi sem minnst áhrif á nemendur okkar.
Lesa meira

Staðfest covid smit

Það er staðfest covid smit meðal nemanda í fjórða bekk Borgarhólsskóla. Nemendur í teymi 4. – 5. bekk þurfa ýmist í sóttkví eða smitgát eftir því sem tölvupóstur til foreldra þessa teymis segir til um. Foreldrar þurfa sjálfir að skrá börn sín samkvæmt fyrirmælum.
Lesa meira

Merkt starfsfólk

Starfsfólk Borgarhólsskóla, Frístundar og Tónlistarskóla Húsavíkur er komið með vinnustaðaskírteini á gulum böndum. Á skírteininu er að finna mynd af viðkomandi starfsmanni ásamt nafni. Nemendur skólans geta því þekkt starfsfólk skólans á þessu.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.
Lesa meira

Geðlestin á Húsavík

Geðlestin, geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla kom við í skólanum okkar í morgun. Um er að ræða samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda.
Lesa meira

Hrekkjavaka eða veturnætur

Veturnætur eða vetrarnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg á Norðurlöndunum áður en þau tóku Kristni. Voru hátíðarhöldin haldin í október til að fagna upphafi vetrar. Hrekkjavökusiður frá Bandaríkjunum hefur fest sig í sessi í íslenskri menningu þar sem fólk og fyrirtæki gera sér glaðan dag með ýmsum hætti. Það er engin undantekning í Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Skólablakmót á Akureyri

Skólablakmót á vegum Blaksambands Íslands var haldið á Akureyri í vikunni. Mótin eru haldin hringinn í kringum landið. Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábær vettvangur fyrir hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla.
Lesa meira

Íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir

Jákvæð karlmennska, hvað er það? Unglingarnir okkar fóru á fyrirlestur um karlmennskuna. Í fyrirlestrinum er áherslan á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku. Fyrirlesari var Þorsteinn V. Einarsson, kennari, kynjafræðingur og stofnandi Karlmennskan.
Lesa meira

Einu sinni var – Nintendo

Tölvuleikir hafa breyst mikið og eru margir hverjir mjög raunverulegir. Í Kastljósi, sem er skylduvalgrein meðal elstu nemenda, fengu nemendur kynningu á gömlum tölvuleikjum. Þeir kepptu í Mario Cart, ExciteBike, Street fighter, Super Mario Bros o.fl. Margir muna eftir Donkey Kong sem kom út 1981 og Super Mario Bros 1985. Grafík í tölvuleikjum er mjög raunveruleg í dag og frábrugðin því sem áður var.
Lesa meira

Fleiri leiktæki, takk.

Nemendur sjötta bekkjar skrifuðu sveitarfélaginu bréf í samstarfi við kennarana sína þar sem vænst er úrbóta á skólalóð skólans. Lítil uppbygging í afþreyingu hefur átt sér stað í nokkur ár á lóðinni. Krakkarnir nefna það í bréfinu að þegar þeir fara í önnur bæjarfélög til að keppa í íþróttum eins og á Akureyri, Blönduósi, Dalvík og Sauðárkróki leiki þeir sér á skólalóðum viðkomandi skóla. Þeir birtu nokkrar myndir af öðrum skólalóðum og létu fylgja bréfinu. Auk þess nefna þeir nokkrar hugmyndir eins og körfuboltavöll, trampólín á jörðinni, kastala með rennibraut, aparólu og fleiri rólur.
Lesa meira