Fréttir

Engar hnetur í skólann

Skólastarf er hafið venju samkvæmt og að mörgu að hyggja. Matseðill liggur fyrir, hafragrauturinn á sínum stað sem og ávextirnir. Í upphafi skólaárs viljum við taka fram að vegna bráðaofnæmis nemanda fyrir hnetum biðjum við foreldra að senda börn sín alls ekki með hnetur í skólann. Við munum sömuleiðis taka tillit til þess í mötuneytinu.
Lesa meira

Skólinn iðar af lífi á ný – skólaárið hafið

Börn bregða á leik, spark í bolta, hlátrasköll og heljarstökk á ærslabelgnum. Já, nýtt skólaár er hafið og skólinn iðar af lífi. Hér eru allir í mismunandi störfum og allir hafa sín hlutverk. Við erum öll hluti af skólasamfélaginu. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem leysir Þórgunni Reykjalín af sem skólastjóri bauð foreldra, nemendur og starfsfólk velkomin til starfa.
Lesa meira

Notar barnið þitt skóla­töskuna rétt?

Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands sendi frá sér grein í dag varðandi notkun á skólatöskunni. Við hvetjum foreldra til að skoða skólatösku barna sinna reglulega og huga að þeim atriðum sem talin eru upp hér að neðan.
Lesa meira

Upphaf skólaárs

Skólabyrjun verður með nokkuð hefðbundnum hætti þetta skólaárið. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk mæta í skólann kl. 9:15 og nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk mæta í skólann kl. 10:00.
Lesa meira

Breyting á skóladagatali

Samræmd könnunarpróf eru felld niður á komandi hausti. Því voru gerðar smávægilegar breytingar á skóladagatali. Samtal heimilis og skóla átti að vera 14. október næstkomandi og skiplagsdagur 15. þess mánaðar. Samtal heimilis og skóla verður eftir samþykktar breytingar fimmtudaginn 30. september næstkomandi og skipulagsdagur föstudaginn 1. október. Það fellur betur að skóladagatali Grænuvalla og vonandi til hægðarauka fyrir fjölskyldur. Haft var samráð við stjórn Foreldrafélags skólans og Grænuvelli við breytinguna.
Lesa meira

Skráning í Frístund

Með breytingu á lögum frá 2008 var skólastarf og frístundastarf samþætt m.a. með því að starfrækja frístundaheimili (lengri viðvera) fyrir yngri nemendur grunnskóla. Öllum grunnskólanemendum skal gefinn kostur á að taka þátt í frístunda- og félagsstarfi þar sem tekið er mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins. Með frístunda- og félagsstarfi í lögum þessum er annars vegar átt við starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla og hins vegar félagsstarf fyrir alla árganga grunnskólans.
Lesa meira

Skráning í skólamötuneyti

Það er að ýmsu að hyggja við upphaf skólaárs. Heilbrigt og hollt matarræði er hluti af góðum skóladegi. Búið er að birta matseðil fyrir ágústmánuð og september. Þá hefur verið opnað fyrir skráningu í mat og við hvetjum foreldra til að skrá börn sín í hádegismat.
Lesa meira

Bólusetning við COVID-19 fyrir nemendur í 7.-10. bekk

Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Bólusett verður í Íþróttahöllinni á Húsavík miðvikudaginn 18. ágúst 2021. Árgangar 2006-2007 kl. 16:00 og árgangar 2008-2009 kl. 16:30. Strikamerki verður sent með SMS í símanúmer foreldris/forráðamanns. Ef þú ætlar ekki að nýta bólusetningu fyrir þitt barn vinsamlegast hafðu samband við Heilsugæslu í síma 4640500
Lesa meira

Sumarlokun

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 12. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Þegar ljósritunarvélin kom

Eftir áratuga þjónustu við börn og ungmenni láta þau Jóa Údda, Maggi og Pálmi af störfum við Borgarhólsskóla. Jóhanna Guðjónsdóttir, Magnús Pétur Magnússon og Pálmi Björn Jakobsson hafa öll starfað við kennslu á Húsavík og víðar síðastliðna áratugi og líta nú til baka. Jóa varð sextug fyrir nokkru en hún var á svokallaðri 95-ára reglu og þeir félagar hafa báðir náð sjötugsaldri.
Lesa meira