Fréttir

Helgi skoðar heiminn í Borgarhólsskóla

Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt túnið. Hann er svo stór að það tekur næstum heilan dag að skoða hann allan. Það er svo margt að sjá; lækjargilið, fuglabjargið, álfatjörnin, áin, fjallið, hraunið og ótal margt fleira. Bókin Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík kom fyrst út árið 1976. Halldór Pétursson myndskreytti bókina sem er ein ástsælasta barnabók sín tíma. Bókin var endurútgefin síðast árið 2014. Fáar íslenskar barnabækur hafa notið meiri hylli og á hún enn erindi við æsku landsins.
Lesa meira

Kynsegin eða hinsegin veruleiki

Fólk er allskonar. Veruleiki barna er annar en fullorðinna hvort sem litið er á samfélagsgerð, samfélagsmiðla eða tækni. Tíðarandinn breytist með hverri kynslóð og sú eldri þarf á hverjum tíma að fást við eigin fordóma. Norm er það sem samfélagið hverju sinni skilgreinir sem venjulegt eða dæmigert. Gagnkynhneigð er innan normsins á meðan aðrar kynhneigðir eru utan þess.
Lesa meira

Læsisstóladans eða stoppbókadansinn

Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Góð lestrarkennsla er aðeins möguleg ef lestrarkennarinn býr yfir góðri þekkingu á undirstöðuþáttum lestrar og nýtir gagnreyndar aðferðir við kennslu. Í skólanum er starfandi læsisteymi sem miðlar færni sinni bæði til starfsfólks og nemenda.
Lesa meira

Líf og fjör í sundkennslu

Sundkennsla hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. En hún hefur oft verið það fag sem hefur átt á brattan að sækja og ekki verið efst á vinsældarlista nemenda. Það á hinsvegar ekki við hjá nemendum Borgarhólsskóla. Nemendur eru upp til hópa jákvæðir og duglegir og allir reyna synda eftir bestu getu. Nemendur læra að bjarga sér og öðrum og ná að tileinka sér helstu grunnatriðin í sundaðferðunum.
Lesa meira

Aflétting og sóttvarnir

Á miðnætti í kvöld taka rýmri sóttvarnartakmarkanir gildi samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda. Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Áfram er grímuskylda sem tekur mið af nándarreglunni. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.
Lesa meira

Nemendur safna fyrir skólaferðalagi

Það er löng hefð er fyrir því að nemendur tíunda bekkjar fari í útskriftarferð að vori þar sem hver klukkutími er nýttur í skemmtilega afþreyingu. Nemendur vinna hörðum höndum allt skólaárið við að afla fjár fyrir ferðina. Meðal verkefna sem þeir taka sér fyrir hendur er að halda úti sjoppu á unglingastigi þar sem seldir eru drykkir og brauð. Á fimmtudögum skiptast þeir á að koma með skúffukökur til að selja.
Lesa meira

Staðfest covid-19 smit í 5. bekk

Í dag barst tilkynning um staðfest covid-19 smit hjá nemanda í fimmta bekk. Nokkrir nemendur hafa þegar fengið boð frá smitrakningarteymi Almannavarna um að fara í sóttkví og starfsfólk sömuleiðis. Skólastjórnendur óska hinsvegar eftir því að nemendur fjórða og fimmta bekkjar verði heima á morgun, föstudag, í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning stendur yfir og haldi sig til hlés þar til fyrirmæli um annað berast. Við munum senda frekari upplýsingar frá okkur á morgun og meta framhald skólahalds.
Lesa meira

Staðfest covid-19 smit í 8. bekk

Í dag barst tilkynning um staðfest covid-19 smit hjá nemanda í áttunda bekk. Nokkrir nemendur hafa þegar fengið boð frá smitrakningarteymi Almannavarna um að fara í sóttkví og starfsfólk sömuleiðis. Skólastjórnendur óska hinsvegar eftir því að nemendur áttunda bekkjar verði heima á morgun, fimmtudag og í sóttkví þar til fyrirmæli um annað berast. Við munum senda frekari upplýsingar frá okkur á morgun og meta framhald skólahalds.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár - skóli á morgun

Við sendum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra óskir um gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Skólahald nemenda hefst á morgun, þriðjudag samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði. Þökkum gott samstarf á liðnu ári. Jólakveðja, Starfsfólk Borgarhólsskóla Kennsla hefst að óbreyttu á nýju ári þriðjudaginn 4.janúar skv. stundaskrá.
Lesa meira