Fréttir

Síminn bætir litlu við

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar. Frá og með deginum í dag er Borgarhólsskóli símalaus skóli. Nemendum í fyrsta til og með tíunda bekk verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma. Við viljum búa til þá menningu að hann sé ekki uppi við. Verkefnið mun taka tíma en það er mikilvægt að muna að síminn er besti vinur sumra nemenda og margir eru háðir notkun hans.
Lesa meira

Stjórna eigin rusli

Nemendur í fjórða og fimmta bekk voru ósáttir við eigin umgengni varðandi rusl og flokkun á því. Þeir tóku málin í sínar hendur í samstarfi við kennarana sína og húsvörðinn. Þeir stofnuðu teymi til úrbóta og úr varð að skipa ruslastjóra og sorphirðustarfsmenn sem flokka ruslið sem fellur til innan fjórða og fimmta bekkjar. Nemendur hvetja nú hver annan til að bæta umgengni og flokkun á sorpi. Þeir fengu nauðsynlegan búnað til að flokka og losa ruslatunnur á sínu svæði.
Lesa meira

Uppbrot og útivist

Sólin hækkar á lofti, hitastigið hækkar og snjórinn að hopa. Við gripum góða veðrið í vikunni til að brjóta upp kennsluna og hafa útivistardaga. Nemendum bauðst að fara á skíði, í sund og göngutúra. Yngri nemendur skólans fóru m.a. í fjöruferð og komu sumir votir til baka í skólann. Nemendur fengu ágætis færi í Reyðarárhnjúknum en þangað var þeim skutlað og þeir sóttir. Björgunarsveitin Garðar mætti á svæðið til að gleðja og það gekk eftir. Snjóbíllinn Snjólfur fór með nemendur upp á topp hnjúksins til að renna sér niður. Við þökkum þeim kærlega fyrir að mæta með okkur.
Lesa meira

Sérnafnaskrímslið

Nemendur í öðrum og þriðja bekk vinna þessa daga með nafnorð; sam- og sérnöfn og sam- og sérhljóða. Þeir lásu skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um litla skrímslið og stóra skrímslið. Nýlega lögðu nemendur lokahönd á vinnuna með skapandi starfi þar sem hver og einn föndraði sitt eigið skrímsli og gaf því nafn.
Lesa meira

Úrslit í Minecraft hönnunarmótinu

Lokakeppni Minecraft hönnunarmótsins fór fram fyrir skömmu. Nokkrir drengir í níunda bekk höfðu frumkvæði að því að halda keppnina sem hófst á síðasta ári og voru rúmlega fjörutíu nemendur sem öttu kappi í upphafi. Sex nemendur komust í úrslit, þau Elísabet Ingvarsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti, Herdís Mist Kristinsdóttir sem sigraði mótið, Hjördís Inga Garðarsdóttir, Hörður Mar Jónsson, Jakob Fróði Karlsson sem hafnaði í öðru sæti og Sigmundur Þorgrímsson.
Lesa meira

Veirunni að ljúka sem faraldri

Samkvæmt tölum hafa um 153 þúsund Íslendingar fengið covid-19 sjúkdóminn. Talið er að enn fleiri hafi smitast af veirunni. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum, ekki síst félagslega hvar hegðun okkar hefur breyst varðandi ýmislegt. Auk þess hafa ýmsar takmarkanir sett hversdaglegu lífi skorður. Öllum takmörkunum hefur nú verið aflétt en ástæða til að sýna ábyrgð og halda í margt sem við lærðum eins og persónulegar sóttvarnir með handþvotti og spritti sem og að sinna hverskonar skjávinnu í bland við að hitta fólk.
Lesa meira

Heimsmynd norrænna manna

Fyrir jólahátíðina í desember síðastliðnum unnu nemendur fjórða og fimmta bekkjar verkefni tengd kristinni trú. Fjallað var um sköpunina samkvæmt henni, gerð tímalína og rætt um helstu hátíðir og siði. Fyrir skömmu voru sömu nemendur að fást við heimsmynd norrænna manna fyrr á öldum. Nemendur bættu ásatrú inn á kristnu tímalínuna og sköpun heimsins samkvæmt þeirri trú.
Lesa meira

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á þriðja mars sem er í seinna lagi.
Lesa meira

Kófið í dag

Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á skólastarf. Nemendur, starfsfólk og foreldrar hafa sýnt þrautseigju í skólastarfinu enda flest verið öðruvísi undanfarin tvö ár. Í dag er staðan svo að vantar rúmlega hundrað nemendur í skólann og 19 starfsmenn af ýmsum ástæðum. Nemendur skólans eru 298 og starfsmenn eru 65. Auk þess vantar þrjá starfsmenn í Frístund. Skólahald tekur mið af þessu. Stundum fellur kennsla niður og nemendur fara fyrr heim úr skólanum. Nú gildir lausnamiðun og æðruleysi.
Lesa meira

Minecraft hönnunarmót

Minecraft er tölvuleikur eftir Markus Persson sem gengur út á að byggja mannvirki úr kubbum í þrívíðri veröld. Minecraft er sandkassaleikur eða opinn leikheimur þar sem það er ekkert sérstakt markmið sem spilari á að stefna að en þó er innbyggt í leikinn hvatakerfi. Kjarni leiksins gengur út að að brjóta og staðsetja blokkir. Leikjaheimurinn er byggður úr grófum 3D hlutum, aðallega kubbum sem eru sett í saman á grind með mynstrum og tákna eiga mismunandi efni svo sem mold, steina, járn, demanta, vatn og trjáboli. Minecraft hefur verið notað sem verkfæri í námi það sem nemendur byggja eigin þrívíddarheima.
Lesa meira