Fréttir

Páskafrí, gleðilega páskahátíð

Nemendur og starfsfólk héldu sæl og sátt inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla heldur áfram þriðjudaginn 19. apríl næstkomandi.
Lesa meira

Hjördís Inga sigraði í Tónkvíslinni

Nýlega fór söngkeppnin Tónkvísl fram á Laugum en þar etja kappi bæði grunn- og framhaldsskólanemar í söng. Í grunnskólakeppninni sigraði Hjördís Inga Garðarsdóttir en hún er nemandi í 9. bekk skólans. Hún flutti lagið The climb sem Miley Cyrus flytur af samnefndri plötu. Við óskum Hjördísi Ingu til hamingju en hún æfir sömuleiðis á píanó og iðkar söngnám við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira

Mæður mæta í níu af hverjum tíu viðtölum

Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Það er ljóst að mæður mæta einar í meirihluta samtala samkvæmt skráningu nú í vetur. Í tæplega helming viðtala mæta foreldrar saman, feður mæta einir í einu af hverju tíu viðtölum og mæður einar í 42% tilfella. Mæður mæta í 90% samtala og feður í 48% þeirra.
Lesa meira

Skólasamkoma skólans

Það er löng hef fyrir skólasamkomu í Borgarhólsskóla. Nemendur koma fram, setja upp leikrit, syngja, dansa eða leika á hljóðfæri. Á því er engin undantekning að þessu sinni. Nemendur sjöunda bekkjar hafa undanfarið unnið að uppsetningu á leikritinu Sagan af bláa hnettinum í leikstjórn Arnþórs Þórsteinssonar. Ágóði af skólasamkomu rennur í ferðasjóð sjöunda bekkjar hverju sinni. Nemendur fimmta, þriðja og fyrsta bekkjar flytja sömuleiðis atriði á samkomunni.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. Nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Tíu nemendur sjöunda bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira

Síminn bætir litlu við

Breyttir tímar kalla á breytta nálgun og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja símum nemenda í skólanum til hliðar. Frá og með deginum í dag er Borgarhólsskóli símalaus skóli. Nemendum í fyrsta til og með tíunda bekk verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma. Við viljum búa til þá menningu að hann sé ekki uppi við. Verkefnið mun taka tíma en það er mikilvægt að muna að síminn er besti vinur sumra nemenda og margir eru háðir notkun hans.
Lesa meira

Stjórna eigin rusli

Nemendur í fjórða og fimmta bekk voru ósáttir við eigin umgengni varðandi rusl og flokkun á því. Þeir tóku málin í sínar hendur í samstarfi við kennarana sína og húsvörðinn. Þeir stofnuðu teymi til úrbóta og úr varð að skipa ruslastjóra og sorphirðustarfsmenn sem flokka ruslið sem fellur til innan fjórða og fimmta bekkjar. Nemendur hvetja nú hver annan til að bæta umgengni og flokkun á sorpi. Þeir fengu nauðsynlegan búnað til að flokka og losa ruslatunnur á sínu svæði.
Lesa meira

Uppbrot og útivist

Sólin hækkar á lofti, hitastigið hækkar og snjórinn að hopa. Við gripum góða veðrið í vikunni til að brjóta upp kennsluna og hafa útivistardaga. Nemendum bauðst að fara á skíði, í sund og göngutúra. Yngri nemendur skólans fóru m.a. í fjöruferð og komu sumir votir til baka í skólann. Nemendur fengu ágætis færi í Reyðarárhnjúknum en þangað var þeim skutlað og þeir sóttir. Björgunarsveitin Garðar mætti á svæðið til að gleðja og það gekk eftir. Snjóbíllinn Snjólfur fór með nemendur upp á topp hnjúksins til að renna sér niður. Við þökkum þeim kærlega fyrir að mæta með okkur.
Lesa meira

Sérnafnaskrímslið

Nemendur í öðrum og þriðja bekk vinna þessa daga með nafnorð; sam- og sérnöfn og sam- og sérhljóða. Þeir lásu skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um litla skrímslið og stóra skrímslið. Nýlega lögðu nemendur lokahönd á vinnuna með skapandi starfi þar sem hver og einn föndraði sitt eigið skrímsli og gaf því nafn.
Lesa meira

Úrslit í Minecraft hönnunarmótinu

Lokakeppni Minecraft hönnunarmótsins fór fram fyrir skömmu. Nokkrir drengir í níunda bekk höfðu frumkvæði að því að halda keppnina sem hófst á síðasta ári og voru rúmlega fjörutíu nemendur sem öttu kappi í upphafi. Sex nemendur komust í úrslit, þau Elísabet Ingvarsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti, Herdís Mist Kristinsdóttir sem sigraði mótið, Hjördís Inga Garðarsdóttir, Hörður Mar Jónsson, Jakob Fróði Karlsson sem hafnaði í öðru sæti og Sigmundur Þorgrímsson.
Lesa meira