Fréttir

Forinnritun í framhaldsnám

Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2020 (fæddir 2004 eða síðar) hófst 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fengu sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið.
Lesa meira

Skipulagsdagur á mánudaginn - No school on Monday

Næstkomandi mánudag verður skipulagsdagur í skólanum. Nemendur mæta ekki til vinnu þennan dag. Starfsfólk skólans mun nota daginn til að skipuleggja skólann fyrir skólastarf næstu vikur. Við vonum að þessi ákvörðun valdi sem minnstu raski á heimilum nemenda og þökkum fyrirfram tillitssemina. Í ljósi þess að samkomubann tekur gildi á mánudag biðjum við alla í skólasamfélaginu um að halda ró sinni og fylgjast vel með fréttum frá skólanum. Samkomubannið nær ekki til leik- og grunnskóla en við gerum ráð fyrir einhverjum breytingum á skólastarfinu á næstu vikum. Við vinnum í nánu sambandi við fræðsluyfirvöld og sveitarstjórn um fyrirkomulag skólastarfsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með tölvupóstinum sínum, heimasíðu skólans og facebook síðunni næstu daga. Auk þess að kynna sér vefsíðuna www.covid.is.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun og samtal við börnin

Viðbragðsáætlun skólans vegna heimsfaraldurs hefur verið uppfærð miðað við það almannavarnarástand sem nú gildir í landinu. Foreldrar fengu póst í dag vegna málsins. Áætlunina má sjá HÉR. Auk þess bendum við á viðbragðsáætlun almannavarna vegna sama máls sem má finna HÉR.
Lesa meira

Listahátíð barna - Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðin föstudag Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira

Hættustig vegna Covid-19, kórónaveirunnar

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
Lesa meira

Mæður 88% - feður 59%

Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 41% tilfella. Saman mæta foreldrar í 47% tilfella og 12% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 45% tilfella. Það fjölgar lítillega feðrum sem mæta einir og foreldrum fjölgar sem mæta saman í viðtal.
Lesa meira

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 26. febrúar.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Þrettán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira

Vinsælustu bækurnar í Borgarhólsskóla

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.
Lesa meira

112 dagurinn – börnin bjarga

1 1 2 dagurinn er haldinn ellefta febrúar ár hvert. Hann er samstarfsverkefni Neyðarlínunnar og fjölda aðila sem tengjast neyðarnúmerinu með ýmsum hætti. Þeir eru: Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, heilsugæslustöðvar, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, lögreglan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, slökkviliðin, Samgöngustofa og Vegagerðin.
Lesa meira