Fréttir

Í minningu Herdísar

Á efri hæð skólabókasafnsins er búið að koma upp notalegum stað til opna góða bók og lesa - í minningu Herdísar Sigurðardóttur. Hún var kennari við skólann þegar hún lést. Foreldrar samnemenda drengjanna hennar sem eru í nemendur skólans, vildu minnast Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Ákveðið var að koma upp þægilegum stað fyrir bæði nemendur og starfsfólk til að setjast niður og njóta lesturs góðra bóka.
Lesa meira

Takk fyrir komuna – alþjóðadagur læsis

Í dag er alþjóðadagur læsis. Skólinn var opinn foreldrum, öfum, ömmum, gestum og gangandi og voru margir sem kíktu í heimsókn með góða bók eða dagblað til að glugga í. Markmiðið var að glæða áhuga á lestri og stuðla að meiri lestrarmenningu meðal nemenda og skólasamfélagsins um leið. Gestir spjölluðu við nemendur, tefldu og lásu með nemendum.
Lesa meira

Útikennsla í blíðskaparveðri

Sumarið í ár hefur ekki verið upp á marga fiska og engu líkara en að í kjölfar besta sumars í manna minnum á síðasta ári; hafi verið tekið upp kvótakerfi yfir sólarstundir. Gæða sólarstundir hafa enda aðeins verið á færi þeirra sem geta sótt þær á fjarlægari mið þetta sumarið. Sumarið lét þó loks sjá sig í byrjun vikunnar og í gær þriðjudag voru veðurgæði á við það sem best gerðist síðasta sumar.
Lesa meira

Nýtt þak og gervigras

Nýlega lauk Trésmiðjan Rein við að skipta um þak á gömlu byggingunni. Búið er að skipta um gervigras á sparkvöllunum og framkvæmdir standa yfir í Námsveri skólans. Við fljúgum yfir skólann og sjáum hvernig skólinn er hjartað í Húsavík, hávaxin tré og útsýni út á flóann.
Lesa meira

Skólastarf hafið á Borgarhól

Skólastarf hófst í Borgarhólsskóla í dag. Sólin skein og nemendur mættu á Borgarhólinn í morgun ásamt foreldrum sínum. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri hélt tölu á stuttri athöfn ásamt Guðna Bragasyni, nýjum skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. En Þórgunnur var í námsleyfi á síðasta skólaári og sagðist hlakka mikið til komandi skólaárs.
Lesa meira

Skólabyrjun / start of school

Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 22. ágúst. Nemendur í fyrsta til fimmta bekkjar mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta í skólann kl. 9:30. Nemendur mæta við skólann og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta dag.
Lesa meira

Sumarlokun

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 10. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni

Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Rannsóknin nær til 4., 6., 8. og 10. bekk. Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum. Könnunin var lögð fyrir í mars og apríl. Niðurstöður úr Borgarhólsskóla eru bornar saman við skóla á Norðurlandi eystra utan Akureyrar og svo landið allt.
Lesa meira

Skólapúlsinn að þessu sinni

Niðurstöður nemendakönnunar eldri nemenda á því skólaári sem nú er að ljúka liggja fyrir. Niðurstöður foreldra- og nemendakönnunar Skólapúlsins hafa ávallt verið aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Sjötti bekkur í austurferð

Skólaferðir eru hluti af skólastarfinu og mikið nám sem fer fram í þeim. Nemendur sjötta bekkjar fóru nýlega austur á bóginn með viðkomu í Gljúfrastofu, Kópaskeri og enduðu ferðina á Raufarhöfn. Eins og námskráin í samfélagsgreinum gerir ráð fyrir að við lok sjöunda bekkjar geti nemandi greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf.
Lesa meira