20.03.2024
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fara í skólaferðalag í lok skólaárs. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
19.03.2024
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Lesa meira
18.03.2024
Senn hefst innritun í framhaldsskóla fyrir komandi skólaárið 2024-2025. Því eru spennandi tímar í vændum. Við vekja athygli nemenda sem ljúka senn grunnskólagöngu sinni og foreldrum þeirra á því að á næstu dögum munu nemendur fá afhent bréf í skólanum.
Lesa meira
13.03.2024
Rithöfundurinn, handknattleiksmaðurinn og þjálfarinn Bjarni Fritzson heimsótti skólann í vikunni. Hann er menntaður í sálfræði og rekur sjálfstyrkingarfyrirtækið Út fyrir kassann. Bjarni hefur hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar um Orra óstöðvandi og eru bæði leikrit og kvikmynd í kortunum. Heimsókn hans er liður í aukinni áherslu á lestur og lestrarmenningu. Við þökkum foreldrafélagi skólans og Kvenfélagi Húsavíkur fyrir samstarfið í þessu verkefni.
Lesa meira
08.03.2024
Nemendur Borgarhólsskóla taka nú þátt í fjármálaleikunum í fyrsta skipti. Gangur leiksins er þannig að þátttakendur svara 48 spurningum á fjórum efnissviðum: Ég, heimilið, nám og atvinna og svo samfélagið.
Lesa meira
01.03.2024
Nemendur níunda bekkjar tóku þátt í starfamessa sem fór fram á Akureyri í liðinni viku. Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal norðlenskra fyrirtækja, eftir nám með áherslu í verk-, tækni- og iðngreinum.
Lesa meira
28.02.2024
Elstu nemendur skólans fara á örnámskeið í ólíkum greinum og sviðum tilverunnar. Nemendur á endurnýtingarnámskeiði hafa gefið gömlum flíkum og hlutum nýtt líf undir handleiðslu Þóru Katrínar Þórsdóttur.
Lesa meira
14.02.2024
Grunnskólum ber að kanna lesfimiviðmið nemenda. Í upphafi skólárs, um miðbik þess og í lok hvers skólaárs. Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.
Lesa meira
14.02.2024
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 14. febrúar.
Lesa meira
08.02.2024
Það gýs enn á Reykjanesi. Í morgun opnaðist um þriggja kílómetra gossprunga austur af Svartsengi þar sem landris hefur mælst tæpur sentimetri á sólarhring undanfarna daga. Nemendur sjötta bekkjar fengu nýlega fræðsluerindi um eldsumbrotin á Reykjanesi, bæði söguleg og það sem er að gerast þessa stundina. Auk þess almennt um jarðfræði, jarðskjálfta og eldsumbrot.
Lesa meira