Fréttir

Skólabyrjun / School is starting

Skólabyrjun verður með óhefðbundnum hætti þetta skólaárið. Vegna sóttvarnarráðstafana mæta nemendur án foreldra. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk mæta í skólann kl. 9:15 og nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk mæta í skólann kl. 10:00.
Lesa meira

Sumarlokun

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 12. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Survivor leikarnir

Að vinna saman, fara út fyrir eigin þægindaramma og gera kröfur til sjálfs sín. Verkefninu Survivor árið 2020 er nú lokið. Nemendum á unglingastigi er skipt í fjóra hópa eða ættbálka; þurfa að kjósa ættarhöfingja af hvoru kyni, skapa jákvæða og góða stemningu, semja hvatningarhróp sem ber hverjum hópi byr í brjóst. Jafnframt þarf að skipuleggja þau verkefni sem bíða hópsins. Þrautir sem reyna á líkama, huga og sál. Þrautirnar krefjast þess að í hverjum ættbálki þurfa nemendur að hlaupa, stökkva, hugsa, elda, koma fram og hafa úthald og útsjónarsemi svo dæmi séu tekin.
Lesa meira

Útskrift nemenda

Nemendur tíunda bekkjar skólans mættu á útskrift sem fram fór í dag. En skólaslit voru með óhefðbundnum hætti í gær. Alls útskrifast 21 nemandi frá skólanum sem er nokkuð minni hópur en undanfarin ár.
Lesa meira

Frá skólaferðlögum

Að vori fara nemendur gjarnan í skólaferðir. Í slíkum ferðum er unnið með mörg hæfniviðmið og markmið sem getur reynst erfitt að ná innan veggja skólans. Að nemandi átti sig á að hann er hluti af stærra samfélagi eða að nemandi átti sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og bera virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum.
Lesa meira

Reyklaus bekkur - vinningshafar

Verkefnið Reyklaus bekkur hófst í Finnlandi fyrir 30 árum. Ísland tekur nú þátt í tuttugasta og fyrsta sinn. Allir nemendur sjöundu, áttundu og níundu bekkjar grunnskóla geta tekið þátt ef enginn nemandi í bekknum notar tóbak eða rafrettur. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri við að draga úr notkun á tóbaki. Embætti landlæknis heldur utan um verkefnið.
Lesa meira

Rækta sitt eigið grænmeti

Nemendur í sjöunda bekk hófu forræktun á grænmeti fyrir skemmstu. Þeir voru að læra um Ísland og landið sem ferðamannastað. Þeir settu plómutómata, papriku, hvítlauk, blaðlauk og kartöflur í forræktun. Útbúinn var ræktunarreitur á skólaóðinni fyrir kartöflu- og laukræktun. Vonandi verður uppskeran góð.
Lesa meira

Samþykkt skóladagatal 2020 - 2021

Senn lýkur skólaárinu 2019-2020 og nýtt tekur við. Fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólaárs. Skólastarf nemenda hefst 24. ágúst næstkomandi. Í lok september er skipulagsdagur starfsfólks og samtal heimilis og skóla. Í lok október og byrjun nóvember eru skipulagsdagar starfsfólks og haustfrí. Það er lengra frí nemenda en oft áður.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda í fyrsta bekk

Skólaárið er senn á enda og annað tekur við með nýjum nemendum sem hefja sína grunnskólagöngu. Börn fædd árið 2014 innritast í fyrsta bekk fyrir næsta skólaár. Innritun er með breyttu sniði að þessu sinni og er aðeins rafræn.
Lesa meira

Skortur er móðir hagfræðinnar

Nemendur í tíunda bekk voru að læra um hagfræði á dögunum í þjóðfélagsfræði. Þeir áttu að skila verkefni um viðfangsefnið og höfðu val um hvernig því væri skilað. Þær Dagbjört Lilja Daníelsdóttir og Guðrún Þóra Geirsdóttir gerðu stuttan spurningaþátt sem nefnist Spurt og svarað með Döbbu Danna.
Lesa meira