Fréttir

Árstíðir og veðurspæjari

Árstíðirnar hafa mikil áhrif á Jörðina og veðrið. Þær stjórnast aðallega af möndulhalla Jarðar og hreyfingu hennar um sólina. Nemendur annars og þriðja bekkjar hafa á þessum fyrstu dögum skóla verið að læra um árstíðirnar og veðrið.
Lesa meira

Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám. Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Upphaf skólaársins

Börn bregða á leik, sparka í bolta, hlæja og gera heljarstökk á ærslabelgnum. Já, nýtt skólaár er hafið og skólinn iðar af lífi. Hér eru allir í mismunandi störfum og hafa öll sín hlutverk. Við erum öll hluti af skólasamfélaginu. Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri, flutti ávarp í stiganum í upphafi skólaárs í anddyri skólans að vestanverðu, eða við gamla innganginn. Sá staður var gjarnan notaður fyrir hvers konar athafnir og samkomur á árum áður.
Lesa meira

Skráning í mötuneytisþjónustu

Foreldrar þurfa að skrá börn sín í mötuneytisþjónustu kjósi þeir að nýta sér hana. Þjónustan er gjaldfrjáls. Vegna framkvæmda í eldhúsi skólans hefst þjónustan þann nítjánda ágúst nk. En í næstu viku verður settur upp nýr kælir til að bæta aðstöðuna.
Lesa meira

Skráning í frístundastarf fyrsta til fjórða bekkjar

Öllum grunnskólanemendum skal gefinn kostur á að taka þátt í frístunda- og félagsstarfi þar sem tekið er mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins. Með frístunda- og félagsstarfi í lögum þessum er annars vegar átt við starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla og hins vegar félagsstarf fyrir alla árganga grunnskólans.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 13. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar eins og netföng starfsfólks og fleira hér á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Lestraráskorun og ofurhetjuspil

Í sumar hvetjum við öll til að setja á sig ofurhetjuskikkjuna og taka þátt í Sumarlestri almenningsbókasafnanna. Lestur veitir ofurkraft, því meira sem þú lest, því meira lærir þú og skilur. Það er mikilvæt að halda lestri að börnum og ungmennum yfir sumartímann.
Lesa meira

Skólaárinu lokið hjá nemendum

Skólaárinu 2023-2024 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hverskonar uppbroti. Nemendur komu saman í athöfn á Sal skólans. Umsjónarkennarar afhentu vitnisburð skólaársins. Búið er að opna fyrir birtingu á hæfnikortum í mentor og við hvetjum foreldra til að rýna í þau.
Lesa meira

Útskrift úr grunnskóla - til hamingju

Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hvert og eitt heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira

Vorferð sjöunda

Nemendur sjöunda hafa farið í skólaferð í lok skólaárs. Á sínum tíma var farið í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði sem mörg muna eftir. Síðar var farið í Mývatnssveit í námsferð um fugla og jarðfræði. Að þessu sinni var farið í hópeflisferð í Eyjafjörðinn dagpart.
Lesa meira