29.05.2025
Farþegarskipið Fridjof Nansen hafði viðkomu í Húsavíkurhöfn í fjórða og síðasta skipti þetta sumarið í vikunni. Skipið er nefnt eftir norska landkönnuðinum Fridtjof Nansen sem undirbjó sig hér á landi fyrir fyrsta leiðangur yfir Grænlandsjökul árið 1888. Skipið var smíðað árið 2016 og hentar sérstaklega vel til heimskautasiglinga. Skipið gerir út á leiðangursupplifun og vísindasmiðja er um borð.
Lesa meira
27.05.2025
Það er hefð fyrir því að elstu nemendur leikskólans Grænuvalla komi í Vorskóla til að undirbúa grunnskólagöngu sína. Nemendur komu í þrjá daga, fóru í íþróttatíma, könnuðu aðstæður í mötuneytinu og snæddu með yngstu nemendum Borgarhólsskóla. Nemendum var kennt eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis og unnið með bókina Skrímsli í heimsókn. Sömuleiðis fengu nemendur nokkur stærðfræðidæmi og verkefni til að kljást við.
Lesa meira
26.05.2025
Samkvæmt fyrstu grein laga um Þjóðleikhúsið er það eign íslensku þjóðarinnar. Þjóðleikhúsið skal í starfsemi sinni leitast við að vekja og auka áhuga landsmanna á þessum leiklist. Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi grunnskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi.
Lesa meira
23.05.2025
Nemendur fjórða bekkjar fóru í sveitaferð í vikunni. Ferðin er fastur liður í starfinu með vísan í aðalnámskrá grunnskóla um að nemendur átti sig á að þeir séu hluti af stærra samfélagi og geti sett sig inn í málefni nærsamfélagsins.
Lesa meira
16.05.2025
Gott veður hefur jákvæð áhrif á líkama og sál og skapar tengingu milli náttúru og andlegrar líðan. Dvöl í náttúrunni getur dregið streitu, kvíða og þunglyndi. Útivera róar hugann og minnkar álag. Auk þess getur útivera stuðlað að auknum samskiptum og félagslegum samskiptum.
Lesa meira
16.05.2025
Nemendur annars og þriðja bekkjar óskuðu eftir að njóta yndislestur utandyra í góða veðrinu enda einmuna gott vorveður þennan maímánuð. Haldið var í Skrúðgarðinn í faðm gróðurs hvar heyra má grasið vaxa og grænka.
Lesa meira
14.05.2025
Einn besti inniklifurveggur landsins er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Frá því að á Hjalteyri var byggð stærsta síldarverksmiðja Evrópu árið 1937 hefur hlutverk þess húsnæðis tekið miklum breytingum. Þar er nú stórt sýningarrými fyrir listsýningar og aðra viðburði, köfunarskóli og það nýjasta, kraftlyftinga og klifuraðstaða.
Lesa meira
12.05.2025
Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta er í fjórða skipti sem Fiðringur fer fram og í ár tóku sjö skólar þátt af Norðurlandi. Keppnin fór fram í Hofi á Akureyri.
Lesa meira
07.05.2025
Skák er bæði spennandi og skemmtileg. Hún er hugræn áskorun sem þjálfar hugann í að hugsa fyrirfram, áætla og leysa verkefni. Hún stuðlar að þroska sjálfstjórnar og sálræns þols. Skákin hefur félagsleg gildi þar sem keppt er við andstæðinginn með kunnáttu og reynslu, allt frá byrjanda til meistara.
Lesa meira
05.05.2025
Söngkeppni Samfés er einn af hápunktum Samfestingsins þar sem ungt fólk fær tækifæri til að láta ljós sitt skína á sviði og deila list sinni. Keppnin fór fram síðastliðinn laugardag. Fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Túns var Hólmfríður Bjartey Hjaltalín en hún flutti lagið If I Ain't Got You eftir Alicia Keys. Sýnt var beint frá keppninni á RÚV.
Lesa meira