Fréttir

Framlag nemenda til Unicef

Í staðinn fyrir jólapúkk með smágjöfum gáfu nemendur Unicef peningagjöf í umslagi. Þegar framlag hvers og eins nemanda er sett í púkk söfnuðu þeir samtals 192.753 kr. Einhverjir ætla skila sínu umslagi í upphafi næstu viku.
Lesa meira

Sælla er að gefa en þiggja

Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Undanfarin ár hafa nemendur haldið pakkapúkk fyrir jólin og skipst á gjöfum. Gildi þessarar hefðar hefur dvínað. Við viljum engu að síður nýta kraftinn sem býr í hugtakinu, sælla er að gefa en þiggja. Sem dæmi; ef starfsfólk Borgahólsskóla heldur jólapúkk þar sem hver kemur með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. Margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira

Skrautlegar persónur í blokkinni

Nemendur sjötta bekkjar luku nýlega við lestur á bókinni Fólkið blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sögurnar af fólkinu í blokkinni eru sprenghlægilegar en þó um leið svo raunsannar að allir sem einhverntíma hafa búið í blokk hrópa: Einmitt svona er þetta! Lífið í blokkinni er hreint aldeilis fjölbreytilegt. Þar er að finna margar skemmtilegar og skrautlegar persónur sem lenda í ótrúlegustu atvikum.
Lesa meira

Verkstæðisdagur aðeins fyrir nemendur

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Dagurinn skipar stóran sess í skólastarfi samfélagsins í aðdraganda jóla, bæði meðal nemenda og fjölskyldna þeirra. Eins hefur skólinn verið opinn gestum og gangandi.
Lesa meira

Foreldradagurinn 2020

Heimili og skóli, landssamtök foreldra og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátakið um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi býður upp á áhugaverð og spennandi erindi fyrir foreldra. Í ljósi aðstæðna er dagurinn er dagurinn með öðru sniði og boðið upp á fyrirlestur á netinu. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum.
Lesa meira

Margbreytilegt fjölskyldumynstur

Nemendur annars og þriðja bekkjar unnu skemmtilegt verkefni í tengslum við fjölskylduna. Þeir fjölluðu um margbreytileika fjölskyldna, breytt fjölskyldumynstur, ólík störf bæði utan heimilis og innan. Stuðst var við bókina Halló heimur sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Lesa meira

Nýjar reglur og halda í hefðir

Skólastarf hefur sannarlega tekið ýmsum breytingum frá upphafi skólaárs. Við viljum byrja á því að þakka skilninginn og að gefa stjórnendum og starfsfólki tíma til að aðlaga skólastarf nýjum veruleika. Nýjasta reglugerðin opnaði ekki marga möguleika til að nálgast hefðbundið skólastarf en léttir skólastarf að einhverju leyti frá og með næstkomandi mánudegi. Hinar nýju reglur gilda til og með 1. desember næstkomandi.
Lesa meira

Hvaða leið er best – gerum hana skemmtilegri

Sveitarfélagið fékk styrk úr Lýðheilsusjóði til að merkja og fegra gönguleiðina frá skólanum að Sundlaug Húsavíkur. Tómstunda- og íþróttasvið sveitarfélagsins leitaði til skólans varðandi staðsetningu; hvaða leið væri hentugust og hvar væri best að fegra leiðina. Markmiðið er að lífga upp á leiðina og gera hana skemmtilegri.
Lesa meira

Nýyrði, orð í glugga og seinnipartur

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Þann áttunda nóvember ár hvert er dagur helgaður baráttunni gegn einelti. Forsaga dagsins er sú að Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti ákvað á sínum tíma að standa að sérstökum degi gegn einelti og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 2011. Skipulags skólastarfs setti mark á framkvæmd dagsins hjá okkur. Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Með verkfærum Jákvæðs aga og Verkfærakistu Vöndu er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Lesa meira