Fréttir

Útlaginn 42 ára

Íslendingasögurnar eru ásamt konungasögum, þekktustu miðaldabókmenntir Íslendinga. Þær eru um fjörutíu talsins og mynda saman einn af sex flokkum fornsagna. Fyrstu Íslendingasögurnar voru að öllum líkindum ritaðar öðru hvoru megin við aldamótin 1200, en þær síðustu við lok sagnritunarskeiðsins undir 1350. Flestar voru þær þó líklega skrifaðar á 13. öld.
Lesa meira

Sólarupprás og skólahald

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira

Forseti Íslands í heimsókn

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti skólann okkar í dag. Nemendur fjórða og fimmta bekkjar tóku á móti honum í anddyri skólans með söng hvar þeir fluttu skólasönginn okkar. Hann fékk kynnisferð um skólann og starfsemi hans.
Lesa meira

Skóli fyrir 1. - 3. bekk á þriðjudag

Það er ánægjulegt að tilkynna að skólahald verður fyrir nemendur í 1.-3.bekk þriðjudaginn 24.október. Frístund er eftir sem áður lokuð. Karlkyns kennarar, húsvörður og stuðningar munu sinna kennslunni þennan dag. It is a pleasure to announce that there will be classes for students in grades 1-3 on Tuesday, October 24th. Leisure remains closed. Male teachers, janitors and support staff will do the lessons that day. Milo nam poinformowac, ze we wtorek 24 pazdziernika odbeda sie zajecia klas 1-3 dla uczniów klas 1-3.Rozrywka pozostaje zamknieta. Tego dnia lekcje beda prowadzone przez nauczycieli, woznych i personel pomocniczy.
Lesa meira

Nemendur tíunda frumsýna Pitz Pörfekt

Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu söngleikinn Pitz Pörfekt í dag. Sem fyrr var leikstjórn í höndum Karenar Erludóttur en hún hefur tekið að sér leikstjórn hjá mörgum árgöngum skólans. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og gott samstarf. Hún er fagmaður sem skila góðu starfi.
Lesa meira

Að skapa eftir áhuga

Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar velja sér áhugasvið til að vinna við. Markmiðið er að nemendur geti valið viðfangsefni eftir áhuga. Hægt er að velja um fimm mismunandi smiðjur; listasmiðju, að læra og leika, styrk og þol, borðspil og FabLab. Hver smiðja er tíu kennslustundir.
Lesa meira

Kenndu vinabekknum smá stærðfræði

Nemendur annars bekkjar heimsóttu nýlega nemendur sjöunda bekkjar. Nemendur fyrsta bekkjar eru vinabekkur sjötta bekkjar og þannig koll af kolli upp í tíunda. Umsjónarkennarar skipuleggja vinabekkjarhitting yfir skólaárið.
Lesa meira

Niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni - vor 2023

Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Rannsóknin nær til 4. til og með 10. bekk. Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum. Könnunin var lögð fyrir í mars og apríl. Niðurstöður úr Borgarhólsskóla eru bornar saman við skóla á Norðurlandi eystra utan Akureyrar og svo landið allt. Við höfum tekið saman helstu niðurstöðu í hverjum árgangi og hvar niðurstöður í okkar skóla víkja frá sambærilegm niðurstöðum á landsvísu og á Norðurlandi. Sömuleiðis hvar er niðurstöður benda til mismunar milli drengja og stúlkna.
Lesa meira

Hringrás vatns, sjávarlífverur og þörungar

Vatn er ein af undirstöðum lífs á jörðinni og kemur fyrir á þrennskonar formi: fljótandi, frosið eða sem gufa. Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum. Þörungar gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi sjávar. Vistfræðileg staða þeirra er sambærileg við gróður á þurrlendi. Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar fást við vatn, sjó og þörunga þessa dagana.
Lesa meira

Matur gefur mælsku

Nýlega var Mikael Þorsteinsson ráðinn í stöðu yfirmatráðs við Skólamötuneyti Húsavíkur. Hann starfið áður sem matráður í mötuneytinu. Við bjóðum hann velkominn í starfið og hlökkum til samstarfsins. Í dag var síðasti dagur Fannars Emils Jónsonar sem yfirmatráðs og þökkum við hönum farsælt samstarf undanfarin ár og óskum honum velgengni í nýju starfi.
Lesa meira