Fréttir

Fjölbreytt stærðfræði í skólabyrjun

Stærðfræðikennsla hjá unglingunum hefur verið með fjölbreyttu sniði í upphafi skólaárs. Við höfum notað þetta góða haust enda besta sumar það sem af er ári. Nemendur í áttunda bekk voru að læra um hringi og hyrninga og nemendur níunda bekkjar að læra um talnamengi.
Lesa meira

Elísabet drottning - móðir og þjóðhöfðingi

Hundruð þúsunda voru saman komin í miðborg London í dag þegar Elizabeth II englandsdrottning var jarðsungin í Westminister dómkirkjunni. Forseti Íslands hafði á orði að stundin hafi verið hátíðleg en hann var fulltrúi íslensku þjóðarinnar á útförinni en um 500 erlendir þjóðarleiðtogar og fyrirmenni voru viðstödd athöfnina en um tvö þúsund einstaklingar voru þar samankomin. Athöfnin væri ekki hvað síst söguleg enda hefur Elizabeth ríkt sem drottning Bretlands síðan árið 1952.
Lesa meira

Pólski sendiherrann í heimsókn

Um 8% íbúa Íslands eru frá Póllandi. Í Borgarhólsskóla er um 6% nemenda sem eru af pólskum uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar eru frá Póllandi. Á síðasta ári hafði pólska sendiráðið frumkvæði að því að nemendum skólans bauðst pólskukennsla á skólatíma. Borgarhólsskóli hefur hug á að viðhalda því verkefni og tryggja nemendum pólskukennslu í samstarfi við kennara frá Akureyri.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru - ganga og útivist

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið allt umlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.
Lesa meira

Í minningu Herdísar

Á efri hæð skólabókasafnsins er búið að koma upp notalegum stað til opna góða bók og lesa - í minningu Herdísar Sigurðardóttur. Hún var kennari við skólann þegar hún lést. Foreldrar samnemenda drengjanna hennar sem eru í nemendur skólans, vildu minnast Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Ákveðið var að koma upp þægilegum stað fyrir bæði nemendur og starfsfólk til að setjast niður og njóta lesturs góðra bóka.
Lesa meira

Takk fyrir komuna – alþjóðadagur læsis

Í dag er alþjóðadagur læsis. Skólinn var opinn foreldrum, öfum, ömmum, gestum og gangandi og voru margir sem kíktu í heimsókn með góða bók eða dagblað til að glugga í. Markmiðið var að glæða áhuga á lestri og stuðla að meiri lestrarmenningu meðal nemenda og skólasamfélagsins um leið. Gestir spjölluðu við nemendur, tefldu og lásu með nemendum.
Lesa meira

Útikennsla í blíðskaparveðri

Sumarið í ár hefur ekki verið upp á marga fiska og engu líkara en að í kjölfar besta sumars í manna minnum á síðasta ári; hafi verið tekið upp kvótakerfi yfir sólarstundir. Gæða sólarstundir hafa enda aðeins verið á færi þeirra sem geta sótt þær á fjarlægari mið þetta sumarið. Sumarið lét þó loks sjá sig í byrjun vikunnar og í gær þriðjudag voru veðurgæði á við það sem best gerðist síðasta sumar.
Lesa meira

Nýtt þak og gervigras

Nýlega lauk Trésmiðjan Rein við að skipta um þak á gömlu byggingunni. Búið er að skipta um gervigras á sparkvöllunum og framkvæmdir standa yfir í Námsveri skólans. Við fljúgum yfir skólann og sjáum hvernig skólinn er hjartað í Húsavík, hávaxin tré og útsýni út á flóann.
Lesa meira

Skólastarf hafið á Borgarhól

Skólastarf hófst í Borgarhólsskóla í dag. Sólin skein og nemendur mættu á Borgarhólinn í morgun ásamt foreldrum sínum. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri hélt tölu á stuttri athöfn ásamt Guðna Bragasyni, nýjum skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. En Þórgunnur var í námsleyfi á síðasta skólaári og sagðist hlakka mikið til komandi skólaárs.
Lesa meira

Skólabyrjun / start of school

Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 22. ágúst. Nemendur í fyrsta til fimmta bekkjar mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta í skólann kl. 9:30. Nemendur mæta við skólann og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta dag.
Lesa meira