Fréttir

Dagur íslenskrar tungu – elska & mamma

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira

Breski sendiherrann boðar frábær störf framtíðarinnar

Í morgun fengum við góða heimsókn. Dr. Bryony Mathew tók nýlega við sem sendiherra Breta á Íslandi en hún boðaði komu sína í skólann til að kynna frábær störf framtíðarinnar. Hún hitti nemendur þriðja bekkjar á skólabókasafninu. Bryony hefur meðal annars starfað í sendiráði Bretlands í Peking í Kína, Phnom Penh í Kambódíu, auk þess að hafa gegnt ýmsum stöðum innan utanríkisráðuneytisins í London.
Lesa meira

Fyrsti bekkur og fiskarnir

Á Safnahúsinu á Húsavík er mikill fjársjóður þekkingar og sögu. Nemendur fyrsta bekkjar hafa verið að læra um fiska í kringum Ísland. Bókin Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur var gæðatextinn sem lesinn var fyrir nemendur. Nemendur unnu með orðin og innihald sögunnar á fjölbreyttan hátt eftir aðferðum Byrjendalæsi.
Lesa meira

Sólarupprás eftir að skólahald hefst

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira

Kynntu sér framhaldsnám

Nemendur tíunda bekkjar fara reglulega í skólaheimsóknir og fá skólakynningar. Nýlega fóru nemendur til Akureyrar til að skoða Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Sömuleiðis fóru nemendur í heimsókn á heimavistina þar.
Lesa meira

Græn kærleikskeðja

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.
Lesa meira

Rýma á þremur

Skólinn okkar er ansi stór bygging. Í honum nema og starfa um 380 einstaklingar. Á honum eru fimmtán útgangar. Það er mikilvægt að nemendur og starfsfólk æfi viðbrögð við hvers konar vá. Nýlega var haldin brunaæfing og rýmingaráætlun virkjuð í samstarfi við Slökkvilið Norðurþings.
Lesa meira

Jól í skókassa á leið til Úkraínu

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira

Hér skal nema land

Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu. Hann var hersir ríkur í Noregi og kynstór. Hann bjó í Raumsdal í Raumsdælafylki. Það er milli Sunnmærar og Norðmærar. Þannig hefst Laxdæla saga. Sagan segir frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu í Dalasýslu, fólki sem með henni kom og afkomendum þeirra, sem margir bjuggu í Laxárdal og dregur sagan nafn af því. Helstu persónur sögunnar eru Guðrún Ósvífursdóttir og frændurnir og fóstbræðurnir Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson og hvernig mál þróuðust með slíkum hætti að Bolli sveik Kjartan og gerðist síðar banamaður hans.
Lesa meira

Plokka reglulega rusl

Áhrif mannfólksins á umhverfið eru óumdeilanleg þótt þekking til að mynda á dreifingu mengunar og áhrifum hennar á lífverur sé langt því frá fullkomin. Umhverfisvandamál eru heldur ekki ný af nálinni en strax í iðnbyltingunni í Bretlandi, undir lok 18. aldar voru stræti stórborganna breikkuð svo gustaði betur um og minna bæri á menguninni.
Lesa meira