04.12.2024
Nákvæmur skammtur, samspil hráefna og magn hráefna. Nemendur sjöunda bekkjar tvinnuðu saman stærðfræði og gerð matseðla enda fjöldi mögulegra samsetninga í boði.
Lesa meira
03.12.2024
Skákkennsla er frábær leið til að efla vitsmunalega hæfni, auk þess að stuðla að þolinmæði, skipulagi og ákvörðunartöku. Með því að spila skák læra nemendur að hugsa fram í tímann, íhuga fleiri en einn möguleika og þróa gagnrýna hugsun.
Lesa meira
25.11.2024
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í liðinni viku í Safnahúsinu á Húsavík. Sjö sjöundu bekkingar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki „keppni‟ í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Lesa meira
20.11.2024
First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. First Lego League eða FLL er afrakstur samstarfs milli FIRST® og LEGO® Group. Árið 1998 tóku Dean Kamen, stofnandi FIRST og Kjeld Kirk Kristiensen frá LEGO® Group saman höndum og stofnuðu FIRST LEGO keppnina, öflug keppni sem býður börnum upp á gáskafullt en innihaldsríkt nám um leið og þeim er hjálpað til að uppgötva þá skemmtun sem hafa má af vísindum og tækni. First Lego League Challenge, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 10-16 ára, hefur verið haldin af Háskóla Íslands síðan árið 2005.
Lesa meira
15.11.2024
Heimsálfurnar eru eins og stór púsl sem mynda Jörðina. Hver heimsálfa er eins og lítið ríki í samfélagi þjóða þar sem ægir saman fjölbreyttri menningu, náttúru og sögu. Þrátt fyrir það hefur hver heimsálfa sína sérstöðu, tákn og ímynd.
Lesa meira
12.11.2024
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun innan Menntavísindasviðs Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Niðurstöður eru birtar í mælaborði um farsæld barna, sem mennta- og barnamálaráðuneyti birti á haustmánuðum 2023.
Lesa meira
09.11.2024
Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður samveru, vináttu og gleði. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.
Lesa meira
04.11.2024
Borgarhólsskóli og Leikskólinn Grænuvellir vinna nú saman að þróunarverkefni sem ber nafnið Lítil skref á leið til læsis. Verkefnið er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og er sá styrkur liður í að innleiða aðgerð tvö í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 um aukna skólaþróun um allt land.
Lesa meira
22.10.2024
Það er mikilvægt að fagna þegar vel er gert, bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Það stuðlar að jákvæðri þróun og vexti á mörgum sviðum. Nýlega fór fram Íslandsmótið í Crossfit í Reykjavík þar sem Húsvíkingar áttu fulltrúa. Ísland tók þátt í NEVZA mótinu sem er haldið í Ikast í Danmörku. Þar etja Norðurlandaþjóðirnar og England kappi í blaki.
Lesa meira
18.10.2024
Nemendur sjötta bekkjar voru að fræðast um lífsferil plantna, sveppi og fléttur og náttúru Íslands. Unnin voru verkefni því tengdu, orðaforðinn efldur og nýttu náttúruna til að skapa hverskonar listaverk úr því sem má finna úti í náttúrunni, laufblöð, greinar eða hverskonar gróður. Samhliða þessu fylgjast nemendur með plöntu vaxa frá fræi til fullvaxta plöntu.
Lesa meira