07.05.2025
Skák er bæði spennandi og skemmtileg. Hún er hugræn áskorun sem þjálfar hugann í að hugsa fyrirfram, áætla og leysa verkefni. Hún stuðlar að þroska sjálfstjórnar og sálræns þols. Skákin hefur félagsleg gildi þar sem keppt er við andstæðinginn með kunnáttu og reynslu, allt frá byrjanda til meistara.
Lesa meira
05.05.2025
Söngkeppni Samfés er einn af hápunktum Samfestingsins þar sem ungt fólk fær tækifæri til að láta ljós sitt skína á sviði og deila list sinni. Keppnin fór fram síðastliðinn laugardag. Fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Túns var Hólmfríður Bjartey Hjaltalín en hún flutti lagið If I Ain't Got You eftir Alicia Keys. Sýnt var beint frá keppninni á RÚV.
Lesa meira
01.05.2025
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Lesa meira
30.04.2025
Elsti og yngsti nemandi skólans tóku fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði sem mun hýsa félagsmiðstöð og frístund. Nýlega bauð sveitarfélagið Norðurþing út verkið og var Trésmiðjan Rein með lægsta tilboð í verkið sem var 97% af kostnaðaráætlun. Verklok eru áætluð í upphafi júní 2026. Flatarmál húsnæðisins er 875 m2.
Lesa meira
28.04.2025
Í vikunni hefjast framkvæmdir við nýbyggingu félagsmiðstöðvar og frístundar milli Borgarhólsskóla og Framhaldsskóla. Aðkoma að vinnusvæðinu verður fjallsmegin, fjær Borgarhólsskóla. Girðing verður sett upp, sjá mynd, hvar rauð lína táknar svæðið sem vinnusvæðið er afgirt skólamegin.
Lesa meira
27.04.2025
Skólaárinu 2024-2025 lýkur senn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2025 - 2026 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira
22.04.2025
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
02.04.2025
Undanfarið hafa nemendur tíunda bekkjar verið að læra og fjalla um stjórnmál. Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nemandi geti við lok tíunda bekkjar útskýrt og rökrætt hugmyndir um velferðarsamfélagið og tengsl þess við stjórnmál, atvinnulíf og hugmyndastefnur. Sömuleiðis að greina hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga.
Lesa meira
24.03.2025
Nýlega fór fram Norðurorg, söngkeppni Samfés (samtök félagsmiðstöðva) á Norðurlandi. En það er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi en þær 19 talsins. Keppnin var haldin á Sauðárkróki þar sem um 500 ungmenni á Norðurlandi komu saman. Keppt var um fimm sæti sem verða fulltrúar Norðlendinga í söngkeppni Samfés á landsvísu sem hefur verið haldin síðan árið 1992. Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá því hún var haldin í fyrsta sinn. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína og alla landsmenn þar sem keppninni er oftast sjónvarpað í beinni útsendingu.
Lesa meira
21.03.2025
Hreyfing hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Mjög mikilvægt er að við förum út og hreyfum okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, það hreinsar hugann.
Lesa meira